Í stuttu máli sagt: Ég + jólaljós = hamingja og jólaskap!
Það vill þannig til að ég ert að bera út eldsnemma um helgar, og hef verið að gera í nokkur ár, og þegar ljósin eru sett utan á húsin, algjört æði. Þó að þetta lýsi kannski ekki mikið upp, þá er þetta bara svo flott, og æðislegt að sjá þetta þegar maður er einn í kolniðamyrkri.
Ef ég mætti ráða, þá væri húsið sem ég bý í þakið seríum og öðrum ljósum bæði að innan sem utan, en þar sem ég bý í fjöleignarhúsi verða allar útiskreytingar að vera eftir ákveðnum reglum, en ég reyni bara þeim meira að hafa inni, t.d. í herberginu mínu er ein heilsárssería sem ég hef haft uppi í ár, eina gluggaseríu sem ég setti upp áðan, og ein mun bætast við í gluggann þegar ég nenni að setja hana upp.
Ég hvet alla til að setja upp margar jólaseríur, það er fátt jólalegra en að líta út um gluggan eða fara út að labba/keyra og sjá allt uppljómað.
Ég er kominn í jólaskap :}