Hvað er það skrýtnasta sem þið hafið gert á aðfangadag meðan beðið er í óþreyju eftir jólunum?
Í fyrra, þá var ég nýbúinn að eignast stafræna myndavél, og á aðfangadegi stytti ég mér tímann við að taka myndir af bókstaflega öllu heima hjá mér. Var að skoða myndirnar núna (seivaðar inni í tölvunni), og vá, ég get svo svarið það, örugglega hvert einasta jólaskraut í íbúðinni, allur jólamaturinn, fullt af myndum af jólasteikinni eftir að hún var tekin út, í ofninum, komin á borð, og búið að borða hana, allt jólanammið, allur ísinn, hver einasti pakki sem lá undir jólatrénu, fullt af myndum af skrautinu á jólatrénu og jólatrénu sjálfu, jólafötin mín, gamlir bolir sem ég vafði saman og bjó til orðið JÓL, og svo náttúrulega af jólaborðinu, og margt fleira.
Vá hvað ég var spenntur fyrir þessari myndavél þarna, en þetta var þó góð leið til að drepa tímann :} Sumar myndirnar heppnuðust furðuvel, kannski ég ætti að senda þessar jólalegustu og bestu hingað inn?
Hefur þú e-n tímann beðið eftir jólunum á óvenjulegan hátt?