Þegar ég var lítil hlakkaði ég alltaf mjög mikið til jólanna eins og flestir aðrir. Svo fór þetta að minnka þegar ég varð eldri og í fyrra (þegar ég var í 10. bekk) fannst mér jólin ekkert sérstök og ég var eiginlega með jólastress og leiðindi.
Núna er ég búin að búa á heimavist í 2 mánuði og kemst ekki alltaf heim um helgar. Þar á undan var ég í burtu nærri því allt sumarið. Þá er eins og jólin séu 10 sinnum skemmtilegri því þá verð ég heima og ég get verið með vinum mínum sem búa heima :D Þetta er svo skemmtilegt því ég hélt að jólin væru hætt að vera eins skemmtileg en núna get ég ekki beðið og ég fæ fiðring í magann bara við að skrifa þetta.
Mig langaði bara að deila þessari reynslu með ykkur því ég sé að allir eru byrjaðir að hlakka til hérna :P