Er það bara ég eða..
Er það bara ég eða eru einhverjir aðrir komnir í jólafýling? Mér finst það frekar fúlt því þetta kom líka síðustu 2 ár, því þegar að drykkurinn “Egils Jólaöl og Appelsín” (í svona bláum dósum) kemur í búðir get ég ekki stillt mig og kaupi það oftast þegar ég fer yfirleitt að kaupa mér eitthvað að drekka, því þessi drykkur er aðeins of góður. En það er bara þannig að ég fer alltaf í jólafýling þá, því þetta er jólalegur drykkur sem minnir mann alltaf á jólin (skrýtið? haha) allavega þá finst mér það fúlt því hann kemur alltaf svo snemma í búðir að jólafýlingurinn er bara búinn þegar svo jólin sjálf koma, og mér finst jólin með skemmtilegri tímum ársins. Er einhver annar sem á við þetta “vandamál” að stríða ? :S:S