Jæja, eins og allir vita eru miklir fordómar gagnvart þessu áhugamáli þegar jól eru ekki í nánd, það finnst mér vera fáránlegt. Það er eins og að segja að enginn ætti að gera neitt á /Tolkien vegna þess að Tolkien er dáinn, eða að segja að Harry Potter áhugamálið sé ömurlegt vegna þess að sjötta bókin er ekki komin út eða vegna þess að Harry er ekki til.

Persónulega finnst mér þetta flott áhugamál, en það mætti samt breyta því í /Hátíðir eða að minnsta kosti gera korkaflokk undir nafninu aðrar hátíðir, því að þá væri áhugamálið miklu virkara.

Með jólakveðju: 2469.