Nei, þá væru þau ekkert sérstök. Síðan myndi það alveg setja okkur á hausinn fjárhagslega ef við þyrftum að kaupa jólagjafir oft á ári. Allavega miðað við hvernig mín fjölskylda hegðar sér í jólagjafainnkaupunum.
Við höfum aðrar hátíðir sem við getum haldið upp á þegar það eru ekki jól, þó að okkur finnist jólin nú alltaf skemmtilegust. Það er t.d. hvítasunnan, sem er einmitt núna, páskarnir, sem eru í raun mun stærri hátíð en jólin og svo eru ýmsir stakir dagar sem halda má upp á. T.d. afmæli, 17. júní, sumardagurinn fyrsti og uppstigningardagur.
Þannig að ég er alveg á móti því að hafa jól oftar á ári. Hin einu sönnu jól yrðu þá ekkert merkileg. En hins vegar finnst mér gott að fólk hugsi um jólin og tilgang þeirra og hafi þau ofarlega í huga sér oft á ári :)
Karat