Jólin eru upprunalega heiðin hátíð sem var haldin til að fagna rísandi sól. Dagatalið hjá þeim var reyndar smá vitlaust þannig að einhvern tímann færðist hátíðin frá 22. des. og til 25. Þegar kristnir trúboðar voru að kristna fólk hér í den, þá máttu þeir ekki eyða öllum hátíðunum og ekki gátu þeir leyft fólkinu að dýrka sólina líka því eins og segir í biblíunni má ekki aðra guði hafa. Þess vegna ákváðu þeir bara að jesú hefði fæðst á jólunum og þá mátti fagna því í staðinn. Hins vegar er ekki sérlega líklegt að hann hafi fæðst á jólum, alla vega ekki miðað við að fjárhirðar hafi verið úti við að gæta fé.