Nú kalla ég á hjálp frá jólahugurum.
Þannig er mál með vexti að ég er að fara að stjórna jólaballi á sunnudagsmorguninn (klukkan 11 í Digraneskirkju fyrir sunnudagaskólabörn, börn í 6-9 ára starfi og vini þeirra og fjölskyldur (ef þú fellur inn í þann hóp ertu velkomin/n))og er að taka til lista yfir jólalög til að syngja við jólatréð.
Þetta eru lögin sem ég er komin með:
Nú er hún Gunna á nýju skónum
Nú skal segja
Göngum við í kring um
Adam átti syni sjö
Gekk ég yfir sjó og land
Jólasveinar einn og átta
Jóasveinar ganga um gólf
Bráðum koma blessuð jólin
Í Betlehem er barn oss fætt
Fleiri lög finn ég ekki en ég er handviss um að ég er að gleyma einhverjum ofur mikilvægum lögum og allir verða svekktir út í mig :S
Áður en dansað verður í kring um jólatréð er helgistund og þar verður sungið
Við kveikjum einu kerti á
Bjart er yfir Betlehem
Þá nýfæddur Jesú
Heims um ból
Getið þið bent mér á lög sem ég er að gleyma
Með fyrirfram þökk
Tzipporah