Í gær var ég á æðislega skemmtilegu jólaskreytingakvöldi í Blómavali. Blómaval heldur þessi kvöld á hverju ári í vikunni fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Þetta var n.k. sýnikennsla. Fjórir starfsmenn sýndu aðferðir við skreytingagerð og ýmist efni o.fl. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og boðið var upp á kaffi, konfekt og piparkökur í hléinu. Blómaval er komið í jólabúning og þar er rosalega margt sniðugt til til að búa til úr aðventukransa og aðrar skreytingar. Ég mæli með því að þeir sem ætla að búa til kransa eða eitthvað núna fyrir aðventuna fari og skoði skreytingarnar í Blómavali og fái hugmyndir.


Karat.