Eins og ég hef svo marg oft sagt áður þá er töff að vera nörd og skammast ég mín ekkert fyrir að vera stak í mengi þeirra. Jafnframt verður að teljast gefið mál að þú sért líka nörd enda þarf ekki nema líta á áhugamálalistann þinn til að sjá það, Harry Potter og Tolkien! Við skulum einnig hafa það á hreinu að ekki var ætlun mín að fara að rífast um nörda hérna og bið ég þig því ekki að vera að hijacka korknum með því að skipta um umræðuefni .
Nú sagði ég aldrei að ég væri ekki íslendingur enda ætti ég manna best að vita að 100-44 = 66 og þar sem 66 > 0 þá hlýt ég að teljast Íslendingur. Aftur á móti eru áramóti jú eins og þú segir bara einu sinni á ári og má gera ráð fyrir að þau standi í svona 6 daga. Nú eru 6 dagar einungis 0,0164% prósent ársins, að því gefnu að ekki sé hlaupar, og þar sem 44 > 0,0164 þá ég með góðri samvisku, eins og kom fram áðan, að geta talið mig norðmann á þeim tíma. Því staðfesti ég bara enn frekar orð mín um asnalega hluti sem íslendingar gera á þessum tíma.
Hví ekki er til korkasafn um stærðfræði verður að spyrja elskulega vefstjóran okkar um. Ég hef þó ákveðið að ræna að koma að stærðfærðifrösum eins oft og þess er unnt til að gera aðra hugara leiða á mér og sýna þannig fram á nauðsýn slíks korkasafns.<br><br><a href=“mailto:mail@bessi.org”>Bessi</a> | <a href="
http://bessi.org">bessi.org</a