já jólin blessuð jólin hátíð barnana öll ljósin skreytingar jólasveinar pakkar og allt sem því fylgir.

viku fyrir jól lést móðir mín úr heilablóðfalli og erum við 5 systkyninn Faðir okkar gat ekki hugsað um okkur svo við urðum að gera það sjálf, enda vorum við ákveðin að standa okkur og standa öll saman. Móðir okkar var jörðuð 28 Des og fengum við að sjálfsögðu að velja sálma sem yrðu sungnir yfir kistuni, elsta systir mín valdi lagið heimsum ból og ég get ekki hlustað á þetta lag nema að fara að gráta. já og jólalög spiluð allstaðar, þetta voru erfið jól, en ég veit að við vorum ekki eina fjölskyldan sem leið illa á jólunum, margir eiga það bátt og vil ég endilega að við hugsum aðeins um þetta fólk líka og hvað við getum gert opnum hjarta okkar og sál og ég veit að okkur mun líka líða betur að við hefðum hjálpað einhverjum sem átti ekkert.