Ég samdi þessa sögu ekki og er bara að skrifa hana eftir minni.
Þannig að ekki vera leiðinleg.

Ég var að kaupa jólagjafir handa þeim sem áttu allt en ég vissi samt að þeir yrðu leiðir ef ég gæfi þeim ekki gjöf.
Jólagleðin var ekki með mér.
Þegar ég kom að afgreiðsluborðinu voru tvö börn fyrir framan mig í röðinni. Þau voru fátækleg og með gullskó í hendinni.
Þau áttu ekki nógan pening fyrir skónum og voru gráti næst.
Allt í einu setti ég pening á borðið og börnin litu upp.
Þau föðmuðu mig og þökkuðu endalaust fyrir. Þau sögðu mér að mamma þeirra væri nýdáin og pabbi þeirra sagði að á himnum væru göturnar úr gulli.
Þess vegna vildu þau að mamma þeirra gengi um á himnum í skóm sem væru í stíl við göturnar. Ég brast í grát og fann að ég hafði fundið hina sönnu jólagleði.
Nothing will come from nothing, you know what they say!