jólagjafir.....
ÉG ákvað að senda smá um jólagjafir,því þær geta nú verið frekar erfiðar. Ég hef aldrei verið að stressa mig á jólagjöfum,hef alltaf bara keypt þær í desember og oft ekki fyrr en um 20 og eftir það.En það hefur aldrei verið stess á mér,bara rölt og keypt eitthvað sniðugt. Í ár ætlaði ég að vera voða sniðug og gera sjálf jólagjafir,enda er ég í þannig námi að ég gæti gert þær í skólanum. Ég byrjaði jú á einni en svo var allt í einu skólinn búinn og ég ekki búin með neina,þannig að ég hef bara ákveðið að fara í Tiger(besta búðin)og kaupa eitthvað lítið og sniðugt,enda fátækur námsmaður..og segja svo bara fólki að það fái gjafirnar á nýja árinu,þannig að þetta verða jóla og nýársgjafir..ég er snillingur;) Og svo finnst mér að við ættum aftur að fara að koma hefðinni á að gefa kerti og spil(þetta er vanmetnar jólagjafir)þetta jólagjafaflóð er orðið svo mikið geðveiki og pakkarnir sem sumir eru að fá eru rosalegir. Þannig aftur kerti og spil..