Ég átti heima í Sviss, rétt hjá landamærum Sviss og Frakklands, í fjögur ár. Þar kynntist eg bæði frönsku og svissneskum jólasiðum, sem geta verið svolitið skritnir!

ÞAð sem mer finnst skritnast er að i litlum frönskum fjallaþorpum er jólaskrautið uppi ALLT ÁRIÐ! Í lok november er svo kveikt á þeim og í lok janúar er slökkt á þeim. Það var svolitið skritið að sja jólaksraut í miðjum júli ;)

Þeir hafa bara einn jólasvein, Sankti Nikúlás, sem kemur 6. desember. Hann gefur ekki bara eitt dót heldur poka af nammi, mandarínum og fullt af dóti.

Jólatreð er keypt i lok november og skreytt i byrjun desember. Þá eru pakkarnir lika settir undir tréð!

Gamlárskvöld, var ekkert serstakt, bara örfáir flugeldar. Annars ösköp venjulegt kvöld. Jólafriið byrjaði mjög seint, i kringum 21. desember minnir mig og endaði í byrjun januar.

kveðja,
labgirl