Við Íslendingar byrjuðum ekki að gefa jólagjafir fyrr en seint á 19. öld, sumargjafirnar voru miklu útbreiddari. Það var þó algengt að húsráðendur gefðu vinnufólki og heimilisfólki einhverja flík fyrir jólin sem launauppbót. Þaðan kemur svo sagan um jólaköttinn… Þeir sem fengu engaflík fóru í jólaköttinn :)

Jólagjafir í nútímaskilningi eru ekki nema rúmlega hundrað ára gamall siður meðal almennings á Íslandi þótt gjafir á jólum þekktust frá fornu fari hjá kóngafólki og öðrum höfðingjum erlendis og hérlendis eins og þegar má sjá í Egils sögu og fleiri fornritum. Snemma á 19.öld var það orðinn almennur siður að gefa hverju barni kerti á jólunum.

Önnur tegund jólagjafa var á þá lund að hinir betur stæðu sendu snauðum nágrönnum einvherja matarögn fyrir jólin. Þessi siður mun eiga sér ævafornar rætur sem kirkjan hélt áfram að rækta.