Ég var einu sinni að vinna í póstinum við að bera út bréf og það er ömurlegt. Það er unnið til klukkan 12 á aðfangadag nema að hann komi upp á sunnudegi. Ekki nóg með það að maður er að vinna langt framm á kvöld heldur þá þarf maður að að versla jólagjafir líka. Enda kom það líka fyrir að jólagjafirnar gleymdust :( og stressir var að drepa mann.

En nú vinn ég ekki hjá póstinum og mun aldrei gera það vegna þess að þeir traðka á starfsfólkinu sínu og borga lélegt kaup. Og nú VONA ég að það komi mikill snjór og það helst fyrir Þorláksmessu. Þegar maður var í póstinum þá vonaði maður að snjórinn kæmi aldrei og pósturinn yrði lítill(og enginn ***ítis dreifirit). Nú vona ég að pósturinn verði mikill og snjórinn í tonnatali(á lóðinni minni) og ég ætla ekki að moka eitt gramm af snjó frekar heldur en fólkið sem ég var að bera póstinn til.

<BR
Spirou Svalsson