Minn jólaundirbúningur hófst strax um miðjan nóvember. Mér finnst gaman að öllum jólaljósum og ákvað því að festa upp fyrstur samnemenda minna upp jólaseríu í herberginu mínu á heimavist ME. Sú sería er 60 ljósa með bláum perum. Um síðustu helgi (nánar tiltekið sunnudaginn 1.12) ákvað ég að kveikja á aðventuljósinu mínu (7 kerta) sem ég fékk sent neðan frá Djúpavogi þar sem ég á í raun heima. Í gær ákvað ég að skreyta herbergið með heimatilbúnum músastigum og það kemur ofurvel út. Í gær setti ég upp pínulítið (15 cm) jólatré með örfáum ljósum, það fer rosalega vel við allt sem þegar er komið upp. Svo kórónaði það allt að þann 1. des byrjaði ég að hlusta á mína jólatónlist eins og árlega. Þetta var smá frásögn af mínum jólaundirbúningi. Endilega svarið þið undir um ykkar eiginn jólaundirbúning. Gleðileg jól!