Jólasveinarnir eru 13 eins og flestir vita, þessir rauðklæddu karlar eru að sjálfsögðu uppspuni og litlir krakkar trúa þessu en hver hefur ekki lent í því að smákrakki kemur til manns og spyr: er jólasveinninn til? Svarið er að sjálfsögðu nei en maður segir jáhá hver annar á að gefa þér í skóinn en þá ert þú að ljúga og foreldranir segja að maður fái kartöflu ef maður lýgur!! Afhverju eru foreldrar að þessu að stússast í að kaupa dót í skóinn staðinn fyrir að segja litlu krökkunum bara að hann sé ekki til!! Svo finnst mér líka frekar ógirnilegt að vera að gefa litlum krökkum nammi í skóinn sem þau voru að vaða í klukkutíma áður!! Þetta er bara svo fáránlegt!!

P.S. Ef þú trúir á jólasveininn þá verðuru að afsaka en jóli er til :oP