Er einhver með góðar hugmyndir um hvað á að gefa börnunum í skóinn. Þetta var svo einfalt þegar ég var lítil. Þá fékk maður bara nammi. Nú er það alveg bannað, ekki það að ég vilji gefa nammi, það er bara svo miklu auðveldara og ódýrara.
það er ekkert mál að finna í skóinn! Ferð bara útá næstu bensínstöð eða sjoppu.. það er allt morandi i sona dóti til að gefa í skóinn… Meirað segja skilti fyrir utan Olís stöðvarnar þar sem er mynd af barni að toga í jólasveinin.. cool auglýsing til að minna foreldrana á að kaupa í skóinn!
Í alvöru, það er mál að velja í skóinn. Jólasveinarnir eru 13 og hver og einn gefur eitthvað í skóinn. Hver gjöf má ekki fara mikið yfir 150 kr, annars er það einfaldlega of dýrt að gefa í skóinn.
Þegar ég var lítil fékk ég appelsínur, mandarínur, Epli, spil, og margt smátt, meira að segja lítinn leikfangabíl. Það þarf ekki að vera merkilegt því þetta er til að gleðja lítil hjörtu og það er hugurinn sem að gildir en ekki verðið og gæðin. Börnin eru bara ánægð með að fá eitthvað því þá vita þau að jólasveininum þykir vænt um þau og að þau hafa verið stillt. Þetta er mín skoðun allavega. Krusindull
Já ég er sammála Krusindull, þetta þarf ekkert að vera dýrt alls ekki, það er hægt að kaupa margt sem kostar lítinn pening og krakkarnir verða alveg jafn ánægð með það :) Jólakveðja HJARTA.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..