Eru fleiri en ég hérna sem geta orðið gráhærðir af því að reyna setja jólaseríur í glugga og á grenilengjur. Ég vil ekki koma neinum úr jólaskapi en eins og mér finnst fallegt að hafa þessi ljós þá finnst mér jafn pirrandi þegar maður er að rembast við að koma þessu upp en það getur vel verið að ég sé bara klaufi við það :) Svo sá ég alveg rosalega flott ljós í runnum við Borgarsíðu annaðhvort 4 eða 6 á Akureyri. Ég hef hvergi séð þetta annarsstaðar í bænum ennþá, þetta er ekki svona blikksería heldur er eins og ljósið flæði um runnana og skiptir í sífellu um lit. Mér finnst það virkilega flott. Akureyringar endilega kíkið á þetta ef þið getið.
Kveðja PiCatChyou