Jólin? Ba!
Nú þegar jólin fara að ganga í garð kemur það tímabil ársins sem ég fyrirlít hvað mest. Þetta tímabil er nóvember eins og hann leggur sig og byrjunin á desember. Maður fer í Kringluna og þar blasir við manni jólaskraut hvert sem maður lítur, allir kátir en það eina sem ég hugsa er: “Helvítis jólaskraut, komið beint frá Satani sjálfum.” Manni langar bara að rífa þetta helvíti niður, brenna það og míga á öskuna.“ Svo þessi jólalög glymjandi alveg frá október fá mann til að æla. Allar búðir ota framan í manni auglýsingum, jóla-þetta jóla-hitt, og fólk gleypir þessari peningaknúnu þvælu, tekur það beint í stjörnuna, ósmurt, og veit ekki einu sinni af því. Ég veit að þið sem eruð að lesa þessa grein núna eruð alveg að fá slag af sjokki, trúið á álfa og settuð upp jólaskrautið í september, þessi grein á eftir að skána. Það er ekki fyrr en um 20. des sem að maður kemst í jólaskap, byrjaður að heyra öll ”góðu“ jólaögin, Bing Crosby og Jackson Five. En þá breytist maður líka í ofur-jólaviðrini, og þá meina ég ”lean, mean, christmas machine", geng um með jólahúfu og í rauðum fötum. Þegar ég hugsa um það núna fæ ég hroll og grænar bólur, en fyrr eða síðar nær þessi andskoti að buga mann.