loksins liðin
Nú þegar jólin eru liðin er gott að líta aðeins yfir desember og hugsa… var þetta alveg þess virði, ég vil ekki hljóma eins og e-r algjör fýlupúki, auðvitað elska ég jólin eins og allir aðrir, en 1.bekkjar nemi og eyddi 60.000 kr. í desember í jólagjafir. Er það ekki svolítið sjúkt? Jólin eiga að vera “tími gleði og friðar” en eru ekkert nema “tími neyslu”. Hvað fer mikill peningur í jólamatinn, jólatréð, jólaskrautið, jólasveinabúning svo hægt sé að skemmta litlu krökkunum og margt fleira. Það er nokkuð augljóst að jólin snúast ekkert lengur um fæðingu Jesú.. ekki sjáið þið neinn kaupa sér “jesú-búning” og mæta sem frelsarinn í jólaboðið… Og svo, þetta endalausa jólaþunglyndi sem skellur á einmanna sálir eftir þrettándann. Húsmæður eru flestar fegnar, og einstaka unglingur sem flokkast í hóp “nörda” er glaður að fara aftur í skólann og halda áfram að læra algebru. En svo eru sumir sem gráta jólin sárt, og eins og segir í dægurlaginu góða… e-ð bull um að jólin ættu að vera á hverjum degi. Hvernig færi þá fyrir fólki? Allir væru 190 kg, byggju á götunni blankir syngjandi jólasöngva. Svo ég bið ykkur, nú á annari viku nýs árs að gleyma ekki því að einu sinni á ári fer fólk yfirum og eyðir öllum laununum sínum í gjafir til að gleða vini og vandamenn. Einu sinni á ári.. og það er alveg nóg!