Ég hef verið svo heppinn að öll mín jól hafa verið alveg frábær, nema reyndar síðustu þar sem ég tók uppá því að verða veik á aðfangadag, var illt allstaðar, beinverkir og höfuðverkur og svaf bara þar til pabbi vakti mig og bað mig að koma að borða.. Ég hafði ekki einu sinni lyst á Jólamatnum mínum! Það fannst mér alveg hræðilegt.
En þegar ég hugsa betur útí það, þá er það alls ekki hræðilegt.. Sumir hafa ekki einu sinni efni á að halda jól. Sumar mæður hafa ekki efni á að gefa börnunum sínum jólagjafir eða halda almennileg jól fyrir þau.
Samt eru alveg hellingur af fólki sem hjálpar þeim, eins og með jólatréð þarna í kringlunni fyrir mæðrastyrksnefnd. Ekkert nema gott um það að segja.
En svo er ég búin að vera að pæla.. í húsinu á móti mér búa Votta Jehóvar. Þau eru alltaf away á jólunum. Fara með börnin sín í sumarbústað yfir jólin þar sem þau halda sjálf ekki uppá jólin. Hef heyrt að það séu ansi margir vottar í sumarbústöðum yfir jólin útaf börnunum sínum. Ætli það sé ekki erfitt að vera vottabarn á þessum tíma. Allir krakkarnir eru að fá í skóin og vesla jólagjafir og skreyta herbergið sitt og þess háttar.
Vitið þið eitthvað um þetta?