Það var verið að senda mér þetta. Talandi um Olíufélögin
Þetta er nú meira en dálítið………….
Ég fór í Mál og menningu til að kaupa viltu vinna milljón spilið. Það var ekki til þar svo að ég rölti yfir til Magna gamla á Laugaveginum og hann á það ekki heldur! Hann sagði mér að Baugur hefði keypt allt upplagið og þvíhafi Hagkaup og Bónus einkarétt á að selja þetta spil sem og gettu betur spilið! Hann sagðist hafa kært þetta til samkeppnisráðs en það er varla hægt að búast við því að þeir skili áliti fyrir jól. Semsagt munu minni verslanir eins og Hjá magna ekki geta selt þau spil sem munu að öllum líkindum seljast best fyrir jólin. Lifi frjáls samkeppni.
Ekki nóg með það heldur sagði hann mér að þeir hjá Baugi hefðu einnig tekið yfir Barbie umboðið en með því skilyrði að þeir seldu Barbie einnig í heildsölu til minni verslanna. Þær verslanir sem hafa hringt í Baug og reynt að panta Barbie vörur fyrir jólin er tjáð að sú deild opni ekki fyrren í janúar!!!! Þvílík tilviljun!
Ég held að ég kaupi jólamatinn í Nóatún þetta árið.