Sæl öll sömul.
Nú þegar jólin eru að ganga í garð, má oft heyra jólalög spiluð í gríð og erg á útvarpsstöðvum allsstaðar.
En eftir að hafa setið undir þessu gauli í vinnunni síðastliðna viku, hef ég myndað ákveðna andúð á vissum jólalögum.
1. Ég fæ jólagjöf - Þetta er hörmung, bæði í söng og textagerð
2. Jólahjól - Guð minn góður þetta er líka alger hörmung. Textinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur…
3. (nei nei), Ekki um jólin - Ég fæ þennan sora ALLTAF á heilann þegar ég heyri hann.. :)
4. Jólin eru að koma - Lag frá hljómsveitinni Menn í Svörtu. MJÖG léleg tilraun til að gera jólalag sem kemur manni í jólafílinginn
5. Jólalagið með Buttercup (held að það sé buttercup) - ég get nú varla lýst andúð minni á þessu lagi í orðum…
En þrátt fyrir svona nettann jóla-pirring er ég alveg í jólafílingnum. Ég er samt að spá í að eyðileggja útvarpið í vinnunni með þungu verkfæri… Og auk þess virkar geislaspilarinn ekki, og ég MÁ ekki slökkva á því.. :)
Anyway, Gleðileg Jól allir!! :)