Smá svona hugleiðing sem ég fann á netinu og snaraði yfir á íslensku um hvað við höfum það í raun og veru gott miðað við svo marga í heiminum. Jólin eru ákkurat sá tími til að pæla í þessum hlutum.
Ef að þú átt mat í ísskápnum, átt föt, þak yfir höfuðið og stað til að sofa á…
…þá ertu ríkari en 75% af heiminum.
Ef að þú átt pening í bankanum, í veskinu eða auka klink í krukku einhversstaðar…
…þá ert þú með topp 8% ríkasta fólki heimsins.
Ef að þú vaknaðir í morgun með meiri heilsu en veikindi…
…þá ert þú betur staddur en milljón mans sem mun ekki einu sinni lifa út vikuna.
Ef að þú hefur aldrei upplifað stríðsátök, einmannaleika fangelsunar, angist pyntingar eða hungurverki…
…þá ert þú heppnari en 500 milljónir manna í heiminum.
Ef að þú getur sótt kirkju án ótta við ofsóknir, handtöku, pyntingu eða dauða…
…þá ert þú blessaðari en 3 biljónir manna í heiminum.
Ef að foreldrar þínir eru enn á lífi og enn giftir…
…þá ert þú mjög svo fágæt/ur.
Ef að þú getur haldið höfði þínu hátt, brosað og verið virkilega þakklát/ur…
…þá ertu blessaður því meiri hlutinn getur það en bara gerir það ekki.
Ef að þú getur haldið í hönd einhvers, faðmað þá eða sett hendi þína á öxl þeirra…
…þá ertu blessaður því þú getur sýnt væntumþyggju með snertingu.
Ef að þú getur lesið þessa grein þá ertu blessaður…
…því meira en 2 biljónir manna í heiminum eru ólæs.
Gleðileg jól svo allir saman.