Þegar ég var lítil þá voru jólin eitthvað sem mig hlakkaði alltaf til, og strax í janúar þá var ég byrjuð að hlakka til næstu jóla.
Jólin voru fyrir mér eitthvað þvílikt, þið vitið.. allt kjaftæðið um frið og það.
En svo þegar ég fór að eldast, þegar ég varð 14 ára þá voru jólin fyrir mér bara eitthvað sem ég þurfti að halda, þau voru stress, þau urðu peningasóun útí eitt. Jólin fyrir mér voru núna eitthvað sem að ég naut bara alls ekki neitt, þau voru bara eitt orð yfir það: leiðinleg.
Allavegana, næstu jól þegar ég var þá orðin 15 löngu byrjuð í vinnu og voru þetta fyrstu jólin mín sem að ég var að fara vinna á. Ég get sko sagt ykkur það að ég vann eins og brjálæðingur, þannig var nú það að ég þorði aldrei að segja nei við vinnuveitandann minn og var bara sívinnandi. Allavegana, þá varð ég mikið stressaðari en áður því að ég sá mér ekki fært um að kaupa all, senda allt og gera allt sem að ég þyrfti að gera fyrir jólin og var allt hjá mér bara gert á seinstu stundu og jólin og bara jólafríið mitt í heild var bara leiðinlegt, og ég naut þess alls ekki en ef mér skylst það rétt þá er þetta hátið sem að maður á að vera hafa það rólega, vera með fjölskyldunni og slappa af?
Jæja, Jólin 2007.. Guð minn góður, fríið mitt var í 3 vikur, en ég vinn ekki með skóla þar sem að það er ekki aðstaða fyrir námsmenn til að vinna, allavegana ég bókstaflega vann allt fríið nema þá daga sem voru lokaðir og þá daga sem að ég þurfti að koma mér aftur í skólann, þetta voru mest stressuðustu jól sem að ég hafði haldið. Allt var svo erfitt og mér fannst ég ekki koma neinu einasta verki í verk og gat ekkert gert og þetta var bara eins og hver annar dagur fyrir mér. Ég sendi 2 jólakort því ég gat ekki meira, ég gat ekki tekið til í herberginu minu vegna þess að ég hafði ei tíma, ég gat varla hjálpað við að gera húsið fínt og ekki neitt, en maður á að geta gert allt þettta, það er viss stemming í Þessu öllu.. en samt eitthverneginn var mér alveg sama, ég veit ekki hvers vegna.. en þótt að stressið hafi alveg verið að fara með mig þá var mér bara alveg sama.
Er það ekki bara því að maður lýtur ekki jólin sömu augum og áður, er maður ekki bara búinn að missa áhuga á þessu öllu ?
Ég er allavegana bara 16, og er bara rétt að byrja lífið og er strax komin með nóg af þessari hátið, alveg upp í kok.
En þetta er alveg komið gott núna, kannski lestu þetta ég veit ekki, þetta er smá langt en það er í lagi.. en þetta finnst mér allavegana.
En núna er aðeins 4jan og ég er strax búin að ákveða mín næstu jól, það verða ekki jól ! :)
Ég ætla að fara til Spánar og njóta mín þar, og ég ætla ekki að senda pakka og jólakort og allt þetta endalausa stressaða jólastúss.
Ég ætla bara að hafa það gott þarna :D
Takk fyrir mig :D
Þetta reddast.. -vonandi!