Ath: 14 ára og yngri er ráðlagt að lesa þessa sögu ekki nema með leyfi foreldra.
Jæja…jólin eru að koma. Réttara sagt, eru þau í kvöld. Ég hef ákveðið, í tilefni jólanna, að segja ykkur litla dæmisögu….því að, fyrir nokkrum árum, voru jólin enn fagnaðarefni hjá mér. Núna eru þau ekkert nema minningar…slæmar minningar.
Kannski væri best að kynna ykkur aðeins fyrir þeim sem koma við sögu í þessari dæmisögu minni. Þetta er kannski ekki góð kynning, en þið náið þessu.
Stína, fertugur alkóhólisti – með heitan líkama
Bimmi, tvítugur ljótur gaur – sem á flottan BMW
Hera, sextán ára stúlka með framtíðina fyrir sér – sem strippari
Heiða, sextán ára engill – þó hún drekki áfengi mánaðarlega
Finnur, átján ára gaur – með spangir
Siggi, þriggja ára ormur – en samt mennskur
Gunni, þrjátíuogfimmára elskhugi Stínu – og svo mikið meira
Biggi, sautján ára töffari – án bílprófs.
Á Þorláksmessukveld fyrir nokkrum árum var bíll á ferð á Sogaveginum. Klukkuna vantaði korter í eitt, og því er kannski réttara að segja að aðfaranótt aðfangadags væri gengin í garð. Í bílnum voru fimm manns. Bílstjórinn, Bimmi, var að rúnta um bæinn með vinum sínum, hinum átján ára Finni – sem þrátt fyrir slakt andlit hafði persónuleika sem gæti heillað engil – hinum sautján ára Bigga, og vinkonunum Heru og Heiðu sem voru að fagna jólafríinu með drykkju – þó seint væri.
Skyndilega bremsaði Bimmi, og farþegarnir kipptust öll til.
“What the fuck Bimmi? Afhverju bremsaðirðu svona?” spurði Hera, þó tónninn gæfi til kynna að hún væri ekki jafnreið og orðin bentu til.
“Mér..fannst ég sjá…bíddu,” sagði Bimmi og steig út. Hann sneri aftur stuttu síðar…og….hann var með..
“NEI!”
“Er þetta það sem ég held að það sé?”
”AWESOME!”
“Rétt krakkar…einhver skildi byssu eftir útá götu…og ég tékkaði, það eru skot í.”
“Næææææs!” heyrðist frá Bigga og Heru í einu.
“Hvað segiði krakkar…eigum við að leika okkur?” spurði Bimmi hópinn.
“En…hvað ef við lendum í vandræðum?” spurði Heiða þá, ekki alveg dómgreindarlaus af alkóhólsneyslu.
“Við lendum ekkert í vandræðum….treystu mér” svaraði Biggi fyrir Bimma, og gaf Heiðu fallegt bros sem Heiða gat ekki annað en túlkað sem heiðvirt.
“Alltílagi…en hvert förum við?”
“Hvað með nýja kirkjugarðinn?”
“Er kominn nýr kirkjugarður?”
“Já, þarna í Kópavogi, Salahverfi.”
“Er búið að jarða einhverja þar?”
“Jú en afar fáa….einhver sem kærasti mömmu þekkir var jarðaður þar veit ég, kannski svona tíu jarðaðir þar..en það er einmitt málið! Það verður enginn þar!”
“Hmm…alltílagi.”
Og eftir þessar rökræður keyrðu krakkarnir í átt að Salahverfi. Þau voru fljótt komin, þarsem fáir voru á ferli og því auðvelt að keyra þangað. Bimmi lagði bílnum og þau stigu öll út.
“Hvert eigum við að skjóta?”
“Hvað með í átt að þessum runnum?”
“En…hvað ef við hittum eitthvað…?”
“Látt’kki einsog kjáni, auðvitað er ekkert þarna. Sjáðu bara!”
BANG!
BANG!
Allt var hljótt í smástund. Síðan heyrðist hljóð frá runnunum…
“NEEEI!”
“…ÓgvuðógvuðógvuðógvuðþettahljómareinsogGunni” hvíslaði Heiða, föl.
“…hver er Gunni?” spurði Bimmi.
“..kæ…kærasti mömmu hennar” svaraði Hera, sem var álíkaföl í framan og Heiða.
“…sem…sem þýðir að…?”
Unglingarnir gengu hægt og hljóðlega að runnunum, og litu yfir, og sáu konu krjúpa við leiði í blóði sínu…við nánari athugun sáu þeir að í rauninni kraup hún ekki, hún var dáin, og hafði endað í þessari fáránlegu stellingu. Við hliðina á henni lá lítill drengur, en hann hreyfði sig ekki – hann var dáinn. Yfir þeim stóð svo hágrátandi maður um hálffertugt.
Unglingarnir bökkuðu frá.
“Heiða….var þetta…er þetta…” hvíslaði Biggi, en fékk ekki svar frá Heiðu. Eftir að hafa litið á Heiðu og fengið orðalaust samþykki hennar, svaraði Hera.
“Þetta…voru móðir hennar, stjúpfaðir og stjúpbróðir…þetta…þetta gerðist svo hratt, ég er í sjokki….hver skaut aftur?”
“Ekki ég” svaraði Bimmi.
“Ekki ég” svaraði Finnur.
”Ekki ég” svaraði Biggi.
“Já, ekki var það ég….og ekki Heiða….það var einhver af ykkur þremur sem skaut þær!” öskraði Hera….og gleymdi algerlega að þau voru að passa sig á að Gunni heyrði ekki í þeim.
“Hver er þar?” heyrðu þau kallað, svo þau frusu.
“Hver er þar?!” heyrðu þau aftur, hærra, verra.
BANG!
Finnur hafði tekið upp byssuna, sem lá á jörðinni…og skotið útí loftið. Hinir krakkarnir stóðu stjarfir. Þau biðu….hvort Gunni segði eitthvað meira….en ekkert kom.
Þau löbbuðu að runnunum aftur, og sáu hann – hann var ekki dauður, en það var stutt í það. Skotið hafði hæft hann í lungun og hann var hægt og rólega að kafna í eigin blóði.
Heiða stóð sem frosin, sem heimur hennar væri í rúst – sem hann og var. Hún sneri sér að Finn, opnaði munninn einsog til að segja eitthvað….en lokaði honum aftur þegar Finnur miðaði byssunni á hana.
“Ég…ég þurfti að skjóta hann. Ég sver að ég skaut hin tvö ekki, en..en við hefðum verið samsek! Það er satt…við hefðum verið samsek…Bimmi! Þú fannst byssuna. Heiða! Þú stakkst uppá kirkjugarðinum. Hera! Þú handlékst byssuna! Og Biggi líka, og Heiða, Bimmi og ég – við handlékum hana öll, fingraför okkar allra voru á henni, ekkert okkar játar að hafa skotið – við hefðum öll verið dæmd! Hann hefði séð okkur! Gvuð….minn góður, hvað höfum við gert…Gvuð….”
“Við hefðum getað falið byssuna! Þetta var slys! Enginn hefði grunað okkur…þetta var móðir Heiðu meira að segja!” sagði Hera
“Nei…nei…byssan hefði fundist….einhver hefði séð bílinn í hverfinu….einhver, eitthvað, ég veit ekki, við hefðum fundist!”
“Nei Finnur, í al…”
”JÚ Hera! Skilurðu ekki?”
“Finn….!”
BANG!
“FINNUR!”
“AFHVERJU VARSTU AÐ ÞESSU?”
“Gvuð minn góður!”
Finnur lá í blóði sínu á jörðinni….hann var dáinn. Þau stóðu kyrr, þau þorðu ekki að hreyfa sig, að lokum heyrðu þau sírenur…..en þau hreyfðu sig samt ekki. Lögreglan kom…og sá fjóra unglinga skelfingu lostna, einn sem hafði greinilega skotið sig…og fann svo þrjú lík hinu megin við runnann.
Lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að Finnur hefði klikkast. Að við hefðum ekkert gert, að hann hefði drepið fjölskylduna og svo að lokum drepið sig….en ég veit betur.
Því að ég skaut konuna og litla strákinn….ekki Finnur. Heiða jafnaði sig aldrei á þessu…hún datt útúr skóla, hún hélst ekki í vinnu….ég veit ekki hvar hún er í dag. Ég veit bara að þegar við fjögur krakkarnir héldum jólin með Heiðu daginn eftir…að allt breyttist fyrir okkur öll þennan dag. Það sást svo greinilega á Heiðu hvað hún saknaði fjölskyldunnar, hversu sár jólin voru – og ég veit fyrir víst að þangað til að ég tapaði sambandi við hana, hélt hún aldrei jól.
Ég splundraði fjölskyldu, eyðilagði líf vinkonu minnar, eyðilagði mitt eigið líf…ég hef ekki haldist að neinu síðan þetta gerðist, vegna sektarkenndar. Bimmi var smá þannig….en ekki mikið. Þó hann hafi fundið byssuna….þá skaut ég. Einum hefur reyndar gengið ágætlega síðan þetta gerðist….atburðurinn herti hann. Hann er dópsali núna.
Og svo ég….jólin eru ekki beinlínis frábær fyrir mig núorðið.
“Hvar er peningurinn minn helvítis hóran þín? Þú skuldar!”
“Fyrirgefðu Biggi…”
“Ekkert fyrirgefðu! Þó ég hafi þekkt þig einu sinni Hera, færðu enga sérmeðferð. Sleiktu á mér skóna.”
Og þegar jólin hringdu inn klukkan sex lá ég og sleikti skóna hans Bigga….jólin eru allsekki uppáhaldshátíðin mín.
Endir.
Ekki allir ná að halda jólin jafnhátíðleg – sumir hafa misst fjölskyldumeðlim, sumir eiga ekki lengur fjölskyldur, sumir hafa leiðst útaf almennri braut lífsins og geta ekki lengur haldið jólin hátíðleg – en margir þeirra hafa þó haldið jólin eitt sinn hátíðleg, og voru eitt sinn einsog ég og þú…og ekki gleyma að hugsa til þeirra um jólin.