Elsta jólasveinsmynd sem fundist hefur í íslensku riti er á forsíðu jólablaðs Æskunnar árið 1901. Þar eru greinilega litlu dönsku jólanissarnir á ferð. Árið 1906 er mynd í jólablaði Unga Íslands af síðskeggjuðum öldungi í skósíðum kufli með jólatré um öxl og gjafapoka á baki,og 1931 og 1964, hannaði Haddon Sundblom nýja Jólasveina fyrir Coca-Cola samsteypuna og sá jólasveinn varð fljótt frægur var m.a annars á baksíðu blaðanna Post og National Geographic. Þetta er jólasveinninn sem við þekkjum á rauðu fötunum, leðurstigvélunum, hvítu skeggi og slatta af leikföngum í poka á bakinu.
Efalaust má einkum þakka það skáldunum og Útvarpinu að íslenskir jólasveinar héldu bæði fjölda sínum og sérnöfnum þótt þeir tækju upp búning og viðmót útlendra jólagaura.
Þó hafa allskonar nöfn verið á okkar íslensku jólasveinum í gegnum tíðina og fylga nöfnin oft gömlum jólavísum.
Upp á stól
stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól,
þá kem ég til manna.
Hér eru þessir níu, Gáttaþefur, Gluggagægir, Pottasleikir og Pönnuskuggi, Guttormur og Bandaleysir, Lampaskuggi, Klettaskora.
Þrettán jólasveinanöfn sem við þekkjum í dag í réttri röð.
Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir.
Og svo fjórtándi er að sjálfsögðu Kortaklippir :)
Hér koma nokkur nöfn jólasveina og jólameyja sem fundist hafa í heimildum:
Baggalútur, Baggi, Bandaleysir, Bitahængir, Bjálfansbarnið, Bjálfinn, Drumbur fyrir alla, Dúðadurtur, Efridrumbur, Faldafeykir, Flautaþyrill, Flotgleypir, Flotnös, Flórsleikir, Froðusleikir, Gangagægir, Guttormur, Hlöðustrangi, Hnútur, Kattarvali, Kleinusníkir, Klettaskora, Litlipungur, Lummusníkir,Lungnaslettir, Lútur, Lækjarræsir, Moðbingur, Pönnuskuggi, Rauður, Redda, Reykjasvelgur, Skefill, Sledda, Smjörhákur, Steingrímur, Svartiljótur, Svellabrjótur, Tífall, Tífill, Tígull, Tútur, Þambarskelfir, Þorlákur, Örvadrumbur.
Gleðileg Jól.
Kv. EstHe
Kv. EstHer