Þetta hefur verið gert í gegnum árin með misjöfnum árangri. Ég ætla að nefna tvö nýleg dæmi.
Draumadís Greifanna er orðin að jólasveini. Það getur vel verið að þetta hafi gerst fyrir löngu síðan en ég var sem betur fer að heyra þetta fyrst um daginn og mér finnst þetta alveg hroðalega ódýr aðferð við að “búa til” jólalag:
“Verst að þetta var draumur minn, mig dreymdi að Stúfur jólasveinn, bankaði upp á hjá mér…”
Þeir þurftu ekki einu sinni að semja nýjan texta!
Hitt dæmið sem ég er svoldið ósátt við er að búið er að taka Gente de mare hans Umbertos Tozzis og gera úr því jólalag. Þetta er eitt af fáum mjög góðum Eurovision lögum og mátti alveg vera það áfram. Málið er að ef þú ert einu sinni búinn að búa til jólalag þá er það JÓLAlag og þolir ekki spilun á öðrum árstímum.
Semsagt, nú getur maður ekki lengur hlustað á Gente de mare í júlí :(
Hvað finnst ykkur?
Kveð ykkur,