Hér á eftir kemur lítil jólasaga sem kennir okkur að það er ekki verðið á gjöfunum sem skiptir öllu, það er hugurinn á bakvið gjöfina. =)

Það var einu sinni lítil stelpa sem bjó hjá pabba sínum. Þau voru voðalega fátæk og pabbinn var alltaf að skamma hana útaf engu. Svo komu jólin og hann vildi aðvitað fá stóran pakka frá henni, en hún átti engan pening.

Á aðfangadagskvöld eru 2 pakkar undir trénu þeirra. Einn lítill handa stelpunni og annar STÓR handa pabbanum.

Stelpan opnar sinn pakka fyrst. Í pakkanum er lítil falleg dúkka, hún var mjög glöð og þakkaði pabba sínum vel fyrir sig.

Svo er komið að pabbanum að opna sinn pakka. Hann opnar pakkann og verður alveg brjálaður því þetta er bara tómur kassi. “Það er dónaskapur að gefa fólki tóma kassa í jólagjöf.”

Stelpan fer að hágráta og segir: “Hann er ekkert tómur pabbi, ég fyllti hann af kossum.”
Pabbinn sér þá alveg rosalega eftir þessu.

30 árum seinna deyr pabbinn og stelpan (sem er orðin kona) er að taka til í dánarbúi hans. Við rúmið hans sér hún svo kassann sem hún gaf honum í jólagjöf fyrir 30 árum og fattar að honum hafði alltaf þótt vænst um þessa gjöf af öllum gjöfum sem hann hafði fengið.



Með jólakveðju
Daywalke