Ætla byrja með að biðja öll nagdýr og fyrrverandi landsbanka birni að lesa ekki eftirfarandi grein.
Hvað er verið að gefa í jólagjöf í ár?
Ég er búin að kaupa flestar jólagjafir, það er t.d. Svala(áritað og allt), Harry Potter og fanginn frá Azkabar, Harry Potter og viskusteinninn, Shrek, Grinch, Draumagildran, Bö, konfekt og fleira.
Hvar er líka verð að kaupa þetta allt saman, ég keypti allt í Hagkaup í smáralind. Ætlaði að kaupa eitthverjar gjafir handa frænkum í Debenhams en það er ekkert smá dýrt þar, eitt kerti í eitthverjum forláta gler vasa, 4300 krónur! Hagkaup er með ágætt verð, samt er best að kaupa bækur í Bónus, þeir eru með bækurnar ódýrara. Nema að þið hafið samvisku, þá kaupið þið þær í bókabúðum, allavegana segja bókabúðirnar þar :/.
Ég held að ég muni kaupa fyrir um 35000 krónur(ég og mamma gefa saman nátturulega). Enda eru margir til að gefa og maður vill nú gefa margt og mikið.