Einhverja hluta vegna líkaði mér aldrei jólin þegar ég var lítill, fannst varla neitt gaman af pökkunum, fannst ljósin ekkert skemmtileg og leið bara illa á aðfangadag og öll jólin.
En þegar ég flutti svo að heiman eins fljótt og ég gat til kærustunnar fór ég að hafa gaman af jólunum aftur og öll hennar fjölskylda nýtur jólanna. En svo bý ég heima í 2 mánuði og er farinn að skilja afhverju jólin voru svona ömurleg þegar ég var lítill, það var stressið í foreldrunum vegna jólanna.
núna eru þau t.d dæmis að rifast um jólakortin, einhverju sem ég næ ekki að gera stórmál úr jólakortum, og tilhvers að skrifa 150 jólakort ef engin er ánægjan??

Um helgina var ég svo að hjálpa þeim að skreyta húsið að utan, seríur þurfa í öll trén og í alla glugga, utan um allt húsið, alls konar fígúrur í garðinn og allt þarf að vera flottara en hjá nágrönnunum. Þau fóru náttúrulega að rifast um hvar hvaða seríur ættu að vera, ein slönguserían fannst ekki og þau eru bæði fúl og reið. Það var örugglega skondið fyrir nágrannana að sjá 5 manna fjölskyldu hnakkrífast um jólaseríur, uppá þaki.

Ég hata smákökur því það voru alltaf svo mikið kappsmál að baka sem flestar “sortir” að það var allt í háalofti á meðan

Jólagjafir voru alltaf dýrar og flottar, ég var t.d fyrstur í bekknum sem fékk Nintendo og Stiga GT sleða en það var ekkert gaman að þessu ef að öll fjölskyldan var ósátt útaf einhverju sem haði misfarist í jólaundirbúningnum.

Ég gæti skrifað endalaust um allt þetta jólavesen , t.d jólaboð, hvar á að vera á hvaða dögum, sem ég var búinn að fá alveg nóg af, fyrstu jólin án þeirra skreytti ég ekki neitt, sendi engin jólakort og leyfði kærustunni að ráða öllu um jólagjafir en smátt og smátt fór ég f að finna gleði um jólin, Það þarf nefnilega ekki allt að vera svo flott og best, allavega ætla ég að passa mig á því í framtíðinni.
OH.