Ein athyglisverðasta samvinna tónlistarsögunnar varð þann 11. september, 1977. Það var þegar einn vinsælasti söngvari bandaríkjana á fyrri hluta 20. aldarinnar, Bing Crosby hitti breska söngvarann David Bowie.
Bing var í London á tónleikaferð og til að taka upp jólaþátt. Bing fannst að hann ætti að hafa eitthverja unga stjörnu til að syngja. Eitthver nefndi David Bowie, Bing hafði aldrey heirt um hann. Bowie fékk boð um að koma, það kom í ljós að hann var mikill aðdáandi Bings og greip tækifærið strax.
Bing vildi að þeir mundu taka lagið “The Little Drummer Boy” sem dúet. Bowie fannst að röddin sín fengi ekki að njóta sín nógu vel með því lagi. Þá var ákveðið að bæta laginu “Peace on Earth” inní sem var frábært fyrir röddina hans Bowies. Þeir hittust fyrst um morguninn þann 11. sept. þegar lagið var tekið upp. Þeir æfðu í klukkutíma og náðu að taka lagið upp í aðeins 3 tökum.
Bing fanst Bowie mjög hæfileika ríkur og gaf honum símanúmerið sitt. Hann sagði blaðamönnum þetta 4 dögum síðar um Bowie “a clean cut kid and a real fine asset to the show. He sings well, has a great voice and reads lines well. He could be a good actor if he wanted.”
Mánuði síðar eða 14. október 1977, dó Bing. Aðdáendur fengu að sjá þetta fyrst í sjónvarpi þegar þátturinn var sýndur á aðfangadag. Atriðið fékk mikla atriði og var ákveðið að taka það úr þáttnum og hafa sem tónlistarmyndband, lagið var gefið út sem smáskífa og seldist mjög vel.
Margir telja að þessi samvinna hafið verið merki um að “stríðið” milli kynslóða tónlistarmanna 1960 og tónlistarmanna 1970.
Árið 1999 var atriðið í lista yfir 25 mestu atriði tónlistarsögunnar í sjónvarpi og voru þeir þar með ekki síðri mönnum og hljómsveitum eins og Elvis, Bítlarnir og Queen.
Smáskífan er í öðru sæti yfir lista yfir mest seldu jólasmáskífur allra tíma.
Í fyrsta er White Christmas, með Bing Crosby