Ég settist fyrir framan sjónvarpið í morgun og stillti á Stöð 2 og fór að horfa á Ísland í bítið. Það væri ekki í frásögur færandi, nema af því að í tvígang í þættinum komu fram atriði sem gætu fengið börn til að falla frá þeirri skoðun að jólasveinninn sé til. Ég man ekki hvort atriðið kom á undan, en ég ætla að segja frá þessu í stuttu máli, fyrir þá sem ekki sáu þáttinn. Í þættinum var tískuhorn sem er víst fastur liður á föstudögum, en skiptir ekki máli, en þar var verið að sýna vörur sem væru ódýrar og hentuðu þar af leiðandi vel fyrir “JÓLASVEININN Á HEIMILINU” til að gefa konunni á heimilinu í skóinn… þetta með “Jólasveininn á heimilinu” var fjór ef ekki fimm tekið á þessum rúmlega fimm mínútum sem tískuhornið tók. Þó svo það hafi ekki verið illa meint, þá getur svona orðalag haft mikil áhrif á börn sem enn trúa á jólasveininn og þá helst þau eldri sem enn trúa því.
Svo kom Ómar Ragnarsson í þáttinn og var að afhenda húfuna sína og geisladiska sem hann var að gefa á uppboðið á kauptorgi, en fór svo að segja sögur frá því þegar hann og annar maður sem ég man ekki hver er, fóru að skemmta á jólaböllum sem Gáttaþefur og Hurðaskellir(ef ég man rétt).

Mig langaði bara að deila þessu með ykkur, þar sem þetta hafði mikil áhrif á mig og mér var ekkert sama um þetta.

Það má vel vera að ég sé bara svona smámunasamur hvað þetta varðar.

JólaundirbúningsKveðja
Superdupe