Nú segja kanski sumir, en það er einfalt sumt fólk hefur ekki efni á að halda jól,þá á ég við að kröfurnar sem bæði fólk setur sér og samfélagið gerir eru orðnar þannig að það er erfitt að standa undir þeim,af hverju haldiði að tíðni hjónaskilnaða aukist á þessum árstíma?
'Eg held að maður ætti að reyna að lækka kröfurnar og vera ánægður með það sem maður hefur.
Smá dæmisaga:
Tvö 7 ára börn eru að tala saman nokkrum dögum fyrir jól og annað segir “ég fékk videospólu í skóinn” “vá” segir hitt,“ég fékk BARA tannbursta” er þetta ekki eitthvað vitlaust?
'Eg meina ef mann langar að gefa barninu sínu videospólu þarf það þá að vera í skóinn,það eru alltaf börn sem fá kanski BARA mandarínu og opalpakka og þau eru sammt kanski alveg jafn stillt og hin sem fá stöðugt stórar gjafir.
'Eg segi spillum ekki anda jólanna og gerum okkur ánægð með kanski stundum bara aðeins minna og við verðum glaðari fyrir vikið og ekkert stress.Stundum þá er það einhvernvegin þannig að maður gerir meira en maður getur í raun og þá er allt farið í vitleysu….en þetta er auðvitað bara mín skoðun.
jólakveðja
harpajul
Kveðja