Eftir að hafa legið í rúminu í nokkurn tíma var mér farið að leiðast.
“Argh, jólabevítans.. Lítið sem ekki neitt búið.. Engar skreytingar hjá mér. Mamma og pabbi úti í útlöndum að sóla sig í sólinni meðan ég sit hérna eftir með yngri bróður og mömmu pabba.” Ég var sár úti foreldra mína fyrir að skilja mig eina eftir með þessu liði. Eldri systir mín fór með þeim með kærastanum hennar. Hún var líka átján ára og réði sér því sjálf. Hún og litli bróðir fengu mikla athygli foreldra okkar. Þau fengu bæði allt uppí hendurnar á sér, meðan ég þurfti að safna mér fyrir öllu því sem ég átti, eða flestu.
“Ohh, hvað Skona er mikil dúlla. Orðin svo gömul en samt svo hress. Ég elska þessa kisu” Hugsaði ég með mér er ég leit í hinn endann á rúminu þar sem kisan Skonsa svaf. Ég setti heyrnatólin á eyrun og hækkaði í músíkinni til að dreyfa huganum. Ekki vildi maður vekja gömlu konuna og krakkann.
“Knok, Knok” heyri ég í gegnum eitt Bítlalagana. Ég segi í pirruðum hljómi “Kom inn.” En ég fékk ekkert svar og stend því upp og opna hurðina. Enginn þar. “Knok, Knok” heyri ég aftur. Ég lít í kringum mig. Allt í einu rek ég upp mikið og ægirlegt óp þegar ég sé einhvern í glugganum hjá mér. Hjartað hamast á fullu og ætlar ekki að róa sig niður.
Ég horfi í gluggann og sé rauðklædda veru fyrir utan. Þar sem ég er svolítil ævintýramanneskja í mér geng ég í áttina að glugganum og sé að manneskjan í glugganum lítur út fyrir að vera jólasveinn. Ég opna stóra gluggann og spyr hvað hann vilji mér.
“Það sem mér að höndum ber er stór súkkulaði kexkaka og mjólkurfernu. Svo þyrstur er ég”. Ég stend í smástund í glugganum gapandi og hleyp svo inní eldhús og næ í það sem maðurinn bað um. Stutta stund seinna er ég komin aftur í gluggann með mjólkurfernu og nokkrar stórar kexkökur á diski fyrir manninn. Ég býð honum innfyrir gluggann og þiggur hann boðið.
Þegar hann er búinn að borða kexkökurnar og drekka mjólkina spyr ég hann hvað hann vildi mér. Það tekur hann smá stund að svara þessari einföldu spurningu. En eftir greinilega mikla umhugsun svarar hann “Er ég las listann minn í vetur fann ég eigi nafn þitt Sóldís mín. Mér varð því hugsað til þín. Afhverju í hreindýrunum ertu hætt að trúa á mig?” Sóldís, hvernig veit hann nafnið mitt? Nafnið stendur ekki neinstaðar í húsinu. Ekki á bjöllunni eða póstkassanum. Ekki einu sinni á hurðinni hérna uppi. “Þú ert að grínast.” svara ég. ”Ertu að telja mér trú um að JÓLASVEINNINN sé til? Hann eða þú, eins og þú vilt að ég haldi er EKKI TIL.” “Sóldís mín, mannstu eftir bréfinu sem þú sendir mér fyrir fimm árum?” Hann beið ekki eftir svari frá mér. “Þú sagðir í því bréfi að þú værir mjög spennt fyrir litla barninu sem væri að koma í heiminn. Systir þín væri það líka þó hún væri mjög á gelgjunni, eins og þú orðaðir það. Þú sagðist líka ekki ætla að hætta að trúa á mig. Barnsins vegna. Ári seinna sendir þú mér líka bréf um að þér finndist þú ekki eiga heima í fjölskyldu þinni, allir væru eitthvað svo breyttir. Og fáir tækju eftir þér. Þú skrifaðir líka að þú óskaðir þér þess að bróðir þinn hefði aldrei fæðst. Ef hann hefði aldrei fæðst hefðirð örugglega fengið MIKLU meiri athygli en þú hafðir á þeim tíma.” Ég kinkaði kolli, samþykki þess að ég vissi hvað hann var að tala um. Svo hélt hann áfram “Síðasta bréfið sem ég þú sendir mér var að þú vissir vel að ég væri ekki til og að þú vildir ALDREI á ævi þinni sjá mig og ég ætti bara að hætta að gefa þér í skóinn. Ég gat það bara ekki og skyldi sársauka þinn þó ég væri ekki viss um að það væri satt sem þú hefðir skrifað mér. Ég tók mér því það leyfi að rannsaka þetta mál.” Ég horfði djúpt í augun á honum á meðan þessi ræða stóð yfir og hlustaði vel. “Ég verð að segja að hegðun þín hefur ekki verið 100% fullkomin. Þú átt mikinn þátt í því hvernig foreldar þínir eru í kringum þig. Þú ert dónaleg við þau. Ætlast til þess að fá allt uppí hendurnar. Þú átt allt. Þú heldur ekki vinnu, og varst rekin úr unglingavinnunni fyrir lélega þátttöku. Þú ert greinilega ofdekruð og haldin einhverji sjálfsvorkun og heldur líka að enginn taki eftir þér.” Ég varð mjög hneyksluð á þessum orðum. Var ég vikilega svona leiðinleg. Ætlaðist ég til þess að foreldrar mínir gerðu allt fyrir mig? Sá ég virkilega ekki að foreldrum mínum þætti vænt um mig. Þau skildu mig nú eftir, á meðan þau færu út með systur minni. Ef ég hefði viljað koma með hefði ég þyrft að borga sjálf ferðina út. Og ferðin var mjög dýr og ekki var ég eða er í góðlaunaðri vinnu. Kannski sá ég ekki alveg hvað foreldrar mínir þurfu. Þau þurftu svolítinn frið fyrir sjálfan sig. Þau voru 24/7 með okkur systkynin þrjú plús eitt stykki kærasta. Stuttu áður en þau fóru út fann ég þungunarpróf, en pældi lítið í því. Kannski var mamma ólétt aftur og hún og pabbi vildu kannski fá að njóta þess að vera saman áður en eitt stykki krakki kæmi í fjölskylduna. En svo gat það nátturulega verið að Saga Dís væri kannski ólétt. Eða þær báðar. Afhverju hafði ég ekki pælt neitt í því. Ég hafði kannski keypt eitthvað sem var í herberginu mínu. En þau hefðu borgað mest á brúsann. Í miðri hugsun labbar Skonsa í fangið mitt og kemur sér vel fyrir. “Jóli, hvernig stendur á því að foreldrar mínir hafa aldrei kvartað í mér yfir þessu?” “Sóldís mín það er góð spurning. Alveg eins og þau spyrja sig örugglega. Afhverju tekur hún ekki eftir þessari hegðun sinni? Það er margt sem við ekki vitum, og þurfum jafnvel ekki að vita. Kannski kom ég í tæka tíð til að segja þér frá þessari hegðun þinni. Vonandi”
Ég ranka við mér er ég heyri kröftugt högg á dyrnar í herberginu mínu. Ég stekk á fætur og opna hurðina. Þarna standa foreldar mínir brúnir og sæt. Nýkomin úr sólinni. Það er aðfangadagur og man ég lítið eftir gærkveldinu. Samt rámar mig í margt. Ég rýk í fangið á þeim og fagna heimkomu þeirra. Þau standa þarna í dyragættinni steinhissa en ánægð yfir því hvernig móttöku dóttir þeirra fékk þeim.
—-
Þessi saga á að vera í jólasögusamkeppninni..
Súkkulaðihjartað <3