“Komdu út fílupúki” kallaði Amíra upp um gluggan til hans. Hún var ekki ein heyrið hann, þær voru fleiri, flissandi. Þau höfðu verið vinir lengi, en ekkert fór meira í taugarnar á honum en þessar flissandi vinkonur hennar, hann hélt hún vissi það. “Ég nenni ekki” kallaði hann á móti, hafði ekki mikla löngun til þess. “Eldur Jaki, gerðu það” kallaði hún og hann heyrði að stelpurnar flissuðu.
Hann hljóp fram, náði í úlpu og skó og stökk svo út um gluggan. Þetta var gluggi sem opnaðist vel og var í mannshæð þannig að maður sá ekki upp ef maður stóð alveg upp við hann. “Þú komst” sagði hún brosandi og sveflaði svarta hárinu. Hún var mjög lagleg, fallega sæt. Með sitt tinnusvarta hár og dökk augu, húðin brún. Hún var ættuð frá afríku, frá fátæku landi, ættleidd. Hún var 15 ára, þau bæði. Þarna stóðu vinkonur hennar, Agla, Teresa og Mirjam og gláptu á hann. “Ég er ekki sýningardýr” kvæsti hann og stelpurnar flíttu sér að líta undan.
Pabbi hans var stjórnmálamaður og mamma hans “fræg” söngkona, hversu fræg er hægt að vera á íslandi, allir bjuggust við einhverju af honum, allir nema hún, allir nema Amíra. Hann var samt öðruvísi, hann var leikari, hann lék í mörgum leikritum leikfélagssins og var mjög eftirsóttur. Til stóð að hann færi út að leika í Hollywood næsta sumar.
Þau gengu eftir snjóugum stígnum og niður að Kringlunni, þær voru að fara að versla jólagjafir. Þau voru nýbúin í jólaprófum og honum hafði gengið ágætlega, nokkarar 9 kannski fleiri 8 að vísu en fínar einkunir. Hann var orðin nokkuð vanur að þvælast með þessu stelpum, núna þegar jólin nálguðust voru þær ávalt á eftir honum. Ekki Amíra heldur vinkonur hennar, allar vildu láta sjá sig með honum. Eftir að hann hafði hangið þarna í tæpa 2 tíma hitti hann Óskar Myrkva og Rún (kærustuna hans Myrkva) sem voru þarna á sömu forsendum og þær. Augun í Myrkva (allir kölluðu hann Myrkva, aðeins kennarar kölluðu hann Óskar Myrkva) lýstu af einskærri þakklæti þegar þeir ákváðu að fá sér sjeik á meðan stelpurnar versluðu inn. “Guð minn góður, allt þetta jólastúss” stundi Myrkvi og hristi hausinn, hann kinkaði kolli til samþykkis.
Eftir að þeir voru sestir bættust fleiri strákar í hópinn, Tómas, Birkir og Pálmi, allir úrvinda af þreyttu og stressi. “Þessar stelpur” stundu þeir, flest allir búnir að vera að versla með einhverjum af stelpunum í bekknum síðan klukkan 10 í morgun. “Jólagjafafóbía” stundi Kristinn og settist hjá þeim, “jáá, svona eru þær” samþykkti hann og glotti við að sjá tvær jafnöldrur hans rífast út af seinustu jólakúlunni eða eitthvað álíka. “Þú hefur nú nóg af þeim” sagði Myrkvi og gaf honum laus olbogaskot, “nóg jáá, of mikið held ég” stundi hann, strákarnir glottu.
Hálftíma síðar kom Amíra til þeirra, hún var sem betur fer ein. “Stelpurnar hlupu hver í sína áttina í leit að jólagjöf handa þér, svo ég ákvað að koma og fá mér sjeik, splæsiru?” sagði hún og blikkaði hann, “fá þér sleik? ég splæsi” glumdi í Birki og svipurinn varð glottandi. “Æii, hættu” svaraði hún og sló hann laust í öxlina. “Jáá, ég býst við því” svaraði hann og stendur upp, “jarðaberja eins og venjulega?” spurði hann og hún kinkaði kolli. “Friður” andvarpaði hún þegar hún var sest, “loksins friður”.
Tveimur til þremur tímum seinna voru þau aftur á leið heim, hann tómhentur, það sem nagaði hann mest var að enn hafði hann ekki fundi neitt handa henni, handa Amíru. Hann bara gat ekki látið sér detta í hug hvað hún vildi. En eftir 5 mínútna göngu var hann ekki lengur tómhentur, þau leiddust. Hann fann fyrir augngotum stelpnana sem sögðu samt sem betur fer ekkert, best var þegar þær þögðu.
Eftir að þau kvöddust gekk hann inn í og leit í spegil. Hvað gat svona falleg stelpa séð við hann, hann var kannski ekki forljótur, með dökkt og mikið hár sem liðaðist út í allar áttir, brún augu, kannski vel vaxinn, hann var ekki viss. Kannski sá hitt kynið eitthvað við hann.
Hann fór inn á MSN eftir tilgangslausa tilraun til að gera eitthvað gáfulegt, hugurinn var allur hjá henni.
-Amira…(L) says:
Hææ(L)
-†EldurJaki†- says:
Sææl(K)
-Amira…(L) says:
Hvað segist?
-†EldurJaki†- says:
Nokkuð hress, en þú?
-Amira…(L) says:
Hressari;*
-Amira…(L) says:
Gerðuru þér aldrei grein fyrir huga mínum til þín?:O
-†EldurJaki†- says:
Haa? :$
-Amira…(L) says:
Jaki, hélstu að við gætum verið bara vinir?
-†EldurJaki†- says:
Vonaði að við gætum verið meira:$
-Amira…(L) says:
Ok… sama:P
-†EldurJaki†- says:
:$(K)
-Amira…(L) says:
Æii, verð að fara, mamma að kalla=/
-†EldurJaki†- says:
Bless sæta(K)=)
-Amira…(L) says:
Bææ(L)

Hann flýtti sér niður í Kringlu, það var kominn 20. desember og ekki komin nein jólagjöf handa henni. Hann ráfaði hverja búðina á fætur annari í leit að einhverju fallegu. Eftir eins tíma leit fann hann hálsmen, gullfallegt gullhjarta sem virtis í raun merkt henni.
Á Þorláksmessu fór hann með gjöfina til hennar. Við hurðina var mistilteinn, fjölskyldan var mikið fyrir enska siði. Hún kom til dyra í fallega stutta pilsinu og grænum hlýrabol. ”Öhh, ég kom með gjöf” sagði hann og rétti út hendina, ”guð, takk” svaraði hún og hljóp inn. Eftir smá kom hún aftur út með lítin pakka undir hendinni, ”þetta er ekki mikið” sagði hún og roðnaði. ”Jæja, ég þarf að fara að drífa mig” sagði hann en rétt áður en hún lokaði hurðinni smellti hann á hana einn koss, ”fyrsti” kossinn þeirra var undir mistilteinni(þetta var kannski ekki alveg fyrsti, en fyrsti eftir að þau byrjuðu saman, áður voru það bara vinarmömmukossar).
Aðfangadagur rann upp og allt var í háalofti, Didda að reyna að setja eitthvað í hárið á dóttur sinni. Didda var systir hans, hún var orðin 22 og komin með eina tveggja ára stelpu, Annettu. Mamma að reyna að klára að snyrta sig og pabbi að græja matinn. Hann sat inn í herbergi með gjöfina frá Amíru. Hann opnaði utan af honum hægt. Inn í honum var bíll, mynd af þeim og armband. Bíllin sem hann hafði gefið henni árið sem þau kynntust, þegar þau voru 5 ára. Þetta hafði verið uppáhalds bíllinn hans, hann hafði ekki viljað gefa hann en hún sýnt honum svo mikin áhuga. Og myndarrammi með tveimur myndum af þeim, eina síða þau voru 5 ára og eina síðan fyrr um árið. Á armbandinu var hjarta, þetta var málmplata með þykkri keðju í og á málmplötunni var útskorið hjarta.
SMS klukkan 20:36 : Váá, takk fyrir hálsmenið, það er æði!
SMS klukkan 20:40 : Lítið, takk sjálf… þú varst samt stærsta jólagjöfin(K)
SMS klukkan 20:45: Takk… Gleðileg jól(K)
SMS klukkan 20:49: Gleðileg jól sæta(L).
——-
Þessi saga er í jólasagnasamkeppninni…
Numbing the pain for a while will make it worse when you finally feel it -Albus Dumbledore