Þetta var það fallegasta og á meðan það sorglegasta atvik sem ég hafði nokkurn tíman orðið vitni að. Þessar mæðgur áttu ekkert nema hvor aðra og núna myndi móðirin yfirgefa barnið sitt. Barnið sem yrði í munaðarleysingjaheimili næstkomandi jól. Þegar ég ætlaði að taka til máls fann ég hvernig röddin hafði yfirgefið mig. Kökkurinn í hálsinum hafði aldrei verið eins stór, en loksins þegar ég heyrði að röddin kom aftur gat ég ekki hamið hana og uppúr mér valt há og skerandi stuna. Mæðgurnar litu undrandi á mig og ég muldraði í barm mér að maturinn væri kominn. Síðan hentist ég fram á ganginn. Herbergi 312 væri bannsvæði fyrir mig núna yfir jólin.
Ég röltaði í gegnum gangana, horfði inn í herbergin þar sem ættingjar og vinir dvöldu hjá ástvinum sínum yfir jólin á Líknardeild Landspítalans. Tárin spruttu fram þegar ég sá þrátt fyrir allt hamingjuna í uppgefnum og tærðum andlitum fólksins. Af hverju voru þau hamingjusöm ef ástvinur þeirra eða maður sjálfur var að deyja? Þetta var óskiljanlegt.
Góðleg gömul kona var á reiki í ganginum. Ég tók strax eftir því að hún var ein og hún var aðeins á undirfötunum innan undir spítalasloppnum. Hún sá augnagotur mínar, hraðaði sér til mín og spurði “Hvar eru ættingjar þínir, góða mín?” Ég fann hvernig sjálfstraustinu hafði verið svipt frá mér á augabragði. Ég hljóp út. Ekkert hafði getað búið mig undir þetta, hugsaði ég svekkt. Ekki mig.
Ég sast niður í steypulagðar tröppurnar fyrir utan Landspítalann. Það byrjaði að snjóa. Fyrir ári hefði ég verið heima hjá mömmu og pabba. Ég og litli bróðir minn líklega að rífast yfir því sem við ættum að gefa ömmu í jólagjöf. Mamma í eldhúsinu með svuntuna yfir köflótta pilsið og bleiku skyrtuna, að sykra kartöflunar og pabbi inn í efri stofunni með vindilinn eins og ávallt og stappaði fótnum í takt við uppáhaldsblústónlistarmanninn sinn, sitjandi í Pabbastól, sem var auðvitað dekkri hægindastóllinn í horninu. Ég rankaði upp úr hugleyðingunum. Eitthvað hafði vakið athygli mína þótt ég var ekki viss um hvað það var. Ég leit afturfyrir mig, upp stigann og það rann upp fyrir mér.
Litla stúlkan úr herbergi 312 sat í stiganum og starði tómlega framfyrir sig. Kinnarnar voru rennvotar. Mínar líka. Ég færði mig hljóðlega yfir til hennar. Saman sátum við þarna. Kona og stelpa tengdar með sorginni, sögðu ekki orð en hljóðlaus tárin runnu hvor eftir öðru niður kvalarfull andlitin. Loks tók telpan til máls.
‘Mamma er að deyja.’ Rómurinn var yfirvegaður og rólegur. Hún gæti allt eins verið að tala um dúkkuna sem hana langaði í jólagjöf.
‘Ég veit.’ Sagði ég miskunnarlaust. Ég fann að þessi stelpa væri ekkert um það gefið að fara eitthvað í kringum sannleikann.
Þögn. Og svo;
‘Átt þú mömmu?’ Litla stelpan horfði beint í augun mín, stór mosagræn augu sem endurspegluðu tunglið.
Ég starði á móti í þessi fallegu augu. Þau voru svo saklaus. Hún af öllum ætti að skilja þetta.
‘Nei.’
‘Hvað gerðist?’
‘Þau………Hún…….’ Ég gat ekki orðað þetta. ‘Fjöldskyldan mín er dáin’ Röddin brast og tárin komu á nýjan leik.
Telpan horfði á mig þolinmóð og skilningsrík. Þegar hún sagði ekkert reyndi ég aftur.
‘Það varð hrun í hellinum þegar foreldrar mínir og litli bróðir minn voru þar í skoðunarferð. Ég nennti ekki að fara. ’
Stúlkan starði áfram. Horfði á snjóinn þyrlast upp með vindhviðu.
‘Það er furðulegt hvað maður veit ekki hvað maður átt hefur fyrr en maður missir það’
Ég horfði aftur í augun á henni. Ég hafði aldrei hitt svona bráðþroska stelpu. Hún var djúp. Ég hafði ekki talað við neinn svona í langan tíma.
Skyndilega fékk ég hugdettu. Án þess að hugsa spurði ég:
‘Viltu vera hjá mér um jólin?’
Það var eins og stelpan vaknaði til lífsins. Hún horfði upp til mín.
‘Hvað með mömmu?’
‘Ég er viss um að hún vilji að þér líði vel á jólunum, ég vinn hérna svo að þú getur komið með mér í vinnuna á hverjum degi.’
‘Get ég þá séð mömmu á hverjum einasta degi?’
‘Að sjálfsögðu, auðvitað bara ef þú vilt.’
Þögn. Svo gat ég ekki haldið aftur af mér af spenningi.
‘Viltu þá vera með mér um jólin?’
Stelpan horfði beint í augun á mér enn og aftur, geislandi af hamingju.
‘Já.’
Þessi saga á að vera með í Jólasagnasamkeppni 2006
Takk fyrir mig og ENGIN skítköst leyfð yfir væmininni.
, og samt ekki.