1. Kafli – Sögustund.

,,Krakkar mínir kærir, ég ætla að segja ykkur sögu sem gerðist fyrir langalöngu í fjarlægu landi og í fjarlægum bæ.” Gamli maðurinn lagaði lesgleraugun og gerði sig tilbúinn til að halda áfram með söguna fyrir barnabörnin. ,,Elstu menn geta ekki munað hvað bærinn hét eða landið, þótt sumir menn vilja meina að það gerðist í þessum bæ.” Hann horfði á þegar litlu börnin glöddust mjög og urðu spennt við að heyra þetta. ,,Sagan heitir Þegar Illiði stal jólunum af elli- og dvalarheimilinu Hlíf. En munið það börnin mín að ég ætla ekki að leyfa neinum að stela þessum jólum af okkur. En sagan já…”

2. Kafli – Gamlir og ljótir bræður.

Það var byrjað að síga á seinni hluta Þorláksmessu þegar Illiði nokkur Jónsson kom keyrandi í bæinn. Hann var á sundurlamdri rússneskri Lödu sem var skærgul á litin en vottaði samt fyrir dökkbláum lit á hurðunum. Það var óhætt að segja að mömmurnar hafi falið stelpurnar sínar og settu hundana í keðjur, því þetta var maður sem engin stelpa stóðst og allir hundar vildu leika við, kannski var það ómótstæðilega útlitið eða bara bleiki leðurjakkinn, hver veit. En eitt var víst, það var nýr maður í bænum.

Hliðin á Illiða sat hundtryggi aðstoðarmaðurinn Heggnes “Air” Önugardóttir, en hún hafði alltaf fylgt honum í gegnum súrt og sætt, heitt og kalt, salt og pipar. Það var óhætt að segja að hún hefði skapað sér gott orð á gos-markað heimsins, en hún átti stóran hlut í að þróa gosdrykkina Vanilla Coke og Pepsi Twist(sem þarf ekki að taka fram að bæði varð gífurlega vinsælt meðal fertugra húsmæðra í Tyrklandi og Austurlöndum nær). En það er einnig sagt að viðurnefnið “Air” sé komið frá að hún sé alltaf full af lofti(þeir túlka það sem þeir vilja).

Það var aðeins ein ástæða fyrir því að skötuhjúin voru að koma í þennan útnárabæ og hún var að þau voru að fara að uppræta villitrúarsöfnuð í hjarta bæjarins, nefninlega á elliheimilinu Hlíf. Lengi höfðu þessi góðlegu gamalmenni verið að plana að dreifa þessari “hátíð” sinni um allt land, og jafnvel um allan heim, í formi glasandi smápakka. Bæði Elliði og Heggnes voru stoltir meðlimir í Vísindaskáldsögukirkjunni(ásamt stærstum hluta íbúa Eylands), en í henni er hvorki haldið uppá jól eða páska, bara afmælisdaga Agötu Christie og Arthur Conan Doyle. Það er því óhætt að segja að þau voru útsendara trú sinnar.

,,Hvert erum við á leiðinni, það er ekkert hér nema hús, hús, rónar og sjómenn(sem var náttúrlega undarlegt því þessi bær var lengst uppá landi).” Spurði Heggnes meðan hún japlaði á Wirgley’s tyggjóinu sínu og lakkaði neglurnar.
,,Bróðir minn Ellugi rekur sjoppu í bænum og þar getum við fengið okkur Shalhom( það er týpískur Vísindarskáldsögukirkju réttur) og lesið í Bíblóranum(en það er samansafn rita frá helstu rithöfundum heimsins) áður en við förum að sofa.”
,,Það er nú ánægjulegt að heyra að það sé einn íbúi í þessum bæ sem trúir á æðri ritmáttar völd.” Beljaði Heggnes útúr sér meðan hún klóraði sér í nefinu.
,,Þar getum við einnig lagt á ráðin um hvernig við getum stolið jólunum frá Hlíf….múhahahahaha” Heggnes horfði undarlega á Illiða meðan hann gaf frá sér þennan ógnvænlega vondukallahlátur.

Þau renndu upp að aðal sjoppunni í bænum, en hún hét Hamborg, og stigu útúr Lödunni en höfðu ekki fyrir því að læsa henni, því þau vissu að það myndi enginn þjófur með smá sjálfsvirðingu stela þessu hræi(eðalvagninn hennar Þóru Karls er meira aðlaðandi). Þau gengu inn í þessa reykfylltu strippbúllu/sjoppu sem var ákaflega vinsæl meðal íbúa bæjarins. Þar tók á móti þeim lítill og þybbinn maður með grásprengt hár og mjögsvo bogið nef sem náði niðrað vörum.
,,Komdu blessaður og sæll kæri bróðir.” Sagði Ellugi meðan hann faðmaði bróður sinn sem hann hafði ekki séð í mörg mörg ár. ,,Hvaða brjálæði rekur þig og hundtrygga aðstoðarmann þinn hingað uppí sveit? Síðast þegar ég frétti af þér varstu í Rúmeníu í einhverjum…hvað var það aftur?…Hlýðnisskóla fyrir afleidda þjófa, eða var það Þjófaskóli fyrir afleitt löghlýðið fólk.” Spurði Ellugi meðan hann lék sér að því að bora í nefið með tungunni.
,,Ég var í þjófaskóla fyrir presta á vegum vísindarskáldsögukirkjunnar.” Meðan bræðurnir voru að rifja upp gamla tíma og Illiði sagði honum frá áætlun sinni og Heggnes var að skoða gömul Samúelblöð byrjaði fallegur jólasnjór að falla frá skýjuðum himininum.

3. Kafli – Don Beggi

Þegar bjartur dagur kom á ný kláruðu bræðurnir að rifja upp gamla tíma í sveitinni hjá S.Grími Njálssyni stórbónda og góðmennis, þar sem þeir eyddum mörgum sumrunum 3 saman fjarri mannabyggð. Heggnes fann í einu bakherberginu spólu merkta Bambi : The uncut version og sat föst yfir henni alla nóttina, enda var þetta frönsk heimildarmynd um franska kafara að fylgjast með dádýrum í Bandaríkjunum. Þegar Illiði og Heggnes voru búin að kveðja Elluga og konu hans, hana Crystal Large, var stefnan sett á elliheimilið Hlíf.

Þegar þau renndu upp að dvalarheimilinu byrjuðu þau samstundis að leita af henntugum stað til að brjótast inn, enda eru þeir ekki á hverju strái á þessu hálf víggirta kastala. Heggnes sá innum gluggana á íbúðunum að íbúarnir voru að taka á móti ættingjum og vinum í nafni jólanna, en hún vissi samt að þetta voru allt heiðingjar og villutrúarmenn upp til hópa. Hún gat ekki beðið eftir að troða öllum litlu pökkunum í stóran poka og dreifa þeim um hafið á litlu Sensnu-vélinni sem þau voru búin að leigja.
,,Fyrst stelum við pökkunum og setjum vísinda- og spennusögur í staðinn… múhahaha…..” Kannski var Heggnes ekkert ólík Illiða þegar kom að gerfilegum og asnarlegum vondukallahlátri.

Þegar þau voru búinn að ganga meðfram húsinu sáu þau hvar gluggi á kjallara stóð opinn. Illiði tók af skarið og smeigði hamborgararassinum inn um litla gluggan og hugsaði með sér að það hefði kannski verið gáfulegra að ganga innum dyrnar sem stóðu opnar á hálfa gátt hliðin á glugganum. Þegar Heggnes var búin að hjálpa honum niður úr glugganum fóru þau að leita að ljósrofa á þessari rykugu kompu. Þegar þau voru búin að ýta á einn bílskúrshurðaropnara og eitthvað sem var mjúkt en óþekkjanlegt heyrðu þau ráma rödd í bakgrunni.
,,Hver eruð þið?”. Þau litu snöggt við og sáu þar hvar feitur maður í smóking með hárið sleikt afturá bak sat bak við skrifborð með einni appelsínu á. ,,Hvað eruð þið að villast í mína húsvarðarkompu?”
Illiði leit undrandi á feita manninn í smóking og síðan á Heggnes til að sjá hvort hún hefði einhverja trúlegt svar tilbúið, enda hafði þessi undarlega sjón slegið hann gjörsamlega útaf laginu.
,,Við erum…pípulagningarmenn frá Pípur og lagnir. Við fréttum af að það væri eitthvað að pípunum þínum.” Svona til að ýta undir hve þetta var fáránleg útskýring var Illiði í bleikum leðurjakka og í hvítum Air Jordan skóm, og Heggnes var í rósakjól sem stóð á bakinu “Viva la france”. En þeim til mikillar undrunnar virtist smókingmaðurinn trúa þeim.
,,Það var nú gaman að heyra, pípulagningarnar eru orðnar gamlar og lúnar.” Hann minnti óþægilega á einhverja kvikmyndarpersónu, en hvorugt þeirra gat munað það. ,,Afsakið ókurteisina í mér, ég masa og masa en kynni mig samt ekki. Ég heiti Bergmann, en endilega kallið mig Don Corleone. Ég er húsvörðurinn í þessu húsi.”
Gamla þjófseðlið í Illiða lét segja til sín þegar hann heyrði síðustu orðin hverfa frá vörum húsvarðarins. ,,Við þurfum eiginlega að skoða allar íbúðir í þessu húsi, til að meta lagnirnar og munum við svo ákveða hvort við þurfum að laga þær.”
,,Já, það er eflaust rétt hjá ykkur. Hérna.” Hann snéri sér við og opnaði þar stóran skáp sem virtist vera lyklaskápur/vínskápur. Þar tók hann út stóran lykil og rétti Heggnesi hann. ,,Þetta er la chiave…afsakið…lykillinn. Farið vel með hann og ekki misnota hann.” Þau sáu að það var eitthvað í augunum hans sem var þeim smá til aðvörunnar, því hann virtist vita meira en hann gaf upp. Með þessu orðum kvöddu þau þessa draugalegu kompu og fóru fram á jólaskreyttann ganginn.

5. Kafli – Systurnar 2

Núna voru þau vopnuð höfuðlykli og frábæru útliti(enda voru þau bæði óvenju flott eftir að hafa verið í rykugri og rakri kompu með einum undarlegasta manni norðan Alpafjalla) og voru á réttri leið með að stela jólunum. Þegar þau voru búin að komast uppúr kjallaranum og inní andyrið ákváðu þau að skipta liði, því þau þurftu að skoða sem mest af byggingunni á sem skemstum tíma. Þótt þau voru hvorug gáfaðasta grjónið í grautnum fannst þeim þetta ákaflega góð hugmynd.

Illiði fór til hægri og byrjaði að skoða íbúðirnar undir því yfirskyni að hann væri að skoða pípulagnirnar, og til að byrja með gekk það vel. Allir buðu honum mjólk, kaffi og kökur og voru óvenju góðir þótt þessi undarlega klæddi maður sýndi óvenju mikinn áhuga á gjöfunum undir trénu. Honum til mikillar undrunnar fann hann að hjartað sitt, sem var venjulega frosið af illmennsku, var byrjað að bærast inní honum, þetta skelfdi hann en einnig vottaði fyrir smá ánægju hjá honum. Var Illiði að breystast í skoðunum sínum? En jafn fljótt og þessi tilfinning skall yfir hvarf hún jafn fljótt. Hann var maður með verkefni.

Þegar hann átti eftir eina íbúð mætti hann tveimur gömlum konum sem stóðu í miðjum ganginum og voru í hrókarsamræðum og virtust ekki taka eftir honum.
,,Já Ramona, ég veit, en þetta líkþorn er ekkert á leiðinni að fara burt.” Sagði önnur meðan hún benti á löppina.
,,Sí, pero tú debe tener esperanza mi hermana.(Já, en þú verður að hafa trú á þessu systir mín kær).” Sagði hin konan og gerði allskonar handabendingar á meðan.
,,Afsakið dömur mínar, en ég kem hér frá pípulagningarvörnum ríkisins og er kominn til að skoða pípulagnirnar hjá ykkur.”
,,Það er ekkert að pípulögnunum hjá okkur systrunum. Og svo viljum við ekki að ókunnugir menn séu að hnýsast í okkar málum.”
,,Systur?”
,,Já, ég heiti Berglind Þóra og þetta er Ramona de la João y Ortuno o Lopez. Við erum hálfsystur, en hún systa hér er búin að vera hér á landi í hálfa öld(Hálfa aðra öld hugsaði Illiði með sér).”
,,Talar hún sem sagt reiprennandi Íslensku.”
,,Ekki stakt orð, en ég hef samt náð í gegnum árin kennt henni að segja “Ég heiti” á Íslensku. Sýndu honum það Systa.” Sagði Berglind og gerði einhverjar karate hreyfingar á meðan.
,,Égj Heiitir Rrrrrramona.” Sagði Ramona og brosti alveg útað eyrum vegna þess að kunna svona mikið í Íslensku. Þegar Illiði sá að þær voru ekki á þeim buxunum að hleypa sér inní íbúðina kvaddi hann kurteislega, þótt hann hugsaði innst inni að hann ætlaði að njóta þess að stela pökkunum þeirra, og gekk á brott til að finna Heggnesi.
,,Adios mi amor.” Heyrði hann Ramonu hvísla þegar hann gekk á brott og gat svarið fyrir að hún sleikti útum og glotti.

6. Kafli – Rússneskur Hertrukkur

Þegar Illiði var búinn að þvo á sér augun með sterkri sápu og lemja hausinn reglulega í vegginn í korter til að losna við myndina úr hausnum af Ramonu vera að reyna við sig fór hann að finna Heggnesi til að komast að því hvernig henni hafði gengið. Hann beygði hægri við smokka sjálfsalann og rakst það á hana þar sem hún var að skoða málverk á vegnum af Jesúbarninu vera að opna jólagjöf frá Robocot meðan Superman og Batman fylgdust með, en þetta var málverk eftir meistaramálarann S. Vindsker.
,,Ég finn alveg dýptina og tilfinninguna sem hefur verið lögð í þetta málverk, þótt hann hafi örlítið málað útfyrir línurnar og litirnir stemma ekki alveg við tölurnar, þá er þetta bara nokkuð gott miðað við að vera heiðingjamálverk.” Sagði Heggnes meðan hún þurkaði krókudílatárin af svínsvöngunum.
,,Jájá, flottmálverk og flottir litir.” Það mátti greina óþolinmæði í tón Illiða, enda var klukkan að slá í 6. ,,Við verðum að láta til skara skríða í kvöld, annars er áætlunin dauð, því á morgun mun allt gamla fólkið staulast á hækjum og göngugrindum um allan bæ til að dreifa gjöfunum í hús. Ég get verið nokkuð viss um að það verða engin vandræði öllum íbúðunum nema einni.” Sagði hann meðan hann benti á íbúð 666 þar sem systurnar bjuggu.
,,Ehh…það slæmt?” Spurði Heggnes
,,Verra en að vera gagnkynhneigður karlmaður á Backstreet Boys tónleikum.”
,,Ahh…meinar, það slæmt.”

Þegar Heggnes var búin að hugga Illiða ákváðu þau að skoða afganginn af húsinu, en það var á stærð við meðal rass á bandaríkjamanni, m.ö.o risastór á 5 hæðum. Þau gengu framhjá allskonar herbergjum fullum að alsskonar drasli og hlutum sem voru notaðar til ýmisskonar jólaiðkunar. Þegar þau voru búin að þramma í korter sáu þau stóra eykarhurð við enda gangsins sem stóð á “Chiunque che entri è al loro proprio rischio(Hann sem gengur inn er á sinni eiginn ábyrgð)”. Þau urðu alveg gífurlega forvitin og vildu vita hvað var þarna fyrir innan þetta óskiljanlega skilti. Afleiðingarnar sjást enn á barnabarnabarnabörnum þeirra….

Þau bankuðu fyrst laust á dyrnar, en þegar engin kom ákvað Illiði að nota höfuðlykilinn til að opna þessar voldugu dyr. Þar fyrir innan var algjört myrkur fyrir utan einn hraunlampa útí einu horninu. Heggnes fann loksins ljósrofann eftir mikið þukl og kveikti ljósið. Þá blasti við þeim einhver ógeðslegasta og undarlegasta sjón allara tíma, en uppá skrifborðinu sat kona í rússneskum herbúning með vindil og virtist vera að bíða eftir þeim.
,,Ég er Sveitlana Kafloðnakova, og ég kem frá Rrrrússlandi. Velkomin í ástaríbúðina mína. Alltaf opin og reiðubúin til þjónustu, jólin koma snemma í ár.” Sagði Sveitlana meðan hún rendi niður búninginn. Aldrei hefur einni hurð verið lokað jafn hratt áður í sögu þessarar stjörnubrautar, og á sama augnarbilki og hurðinni var lokað voru þau kominn eins langt frá þessum hryllingi og hugsast gat.

Þegar þau voru búin að jafna sig eftir þetta massíva áfall komust þau að þeirri niðurstöðu að það væri búið að skoða allar íbúðirnar og voru því bara að bíða eftir að fólk færi að sofa. Þessir 4 tímar til miðnættis ætluðu þau að nota til að skola duglega í sér augun.

7. Kafli – Ránið og Jólanóttin.

Það snjóaði eins og helt væri úr snjófötu, stórri snjófötu, því allt var að hverfa hægt og rólega undir snjóskafla. Allir gangar elli- og dvalarheimilisins Hlíf voru hljóðlátir og tómir, fyrir utan tvær litlar verur sem laumuðust meðfram veggjunum. Hefði litlir krakkar séð þetta myndu þau halda að þetta væri jólasveinninn að koma með gjafirnar, en það var mjög svo rangt, því þetta voru þjófarnir Illiði og Heggnes.

Þau stálu öllum gjöfunum undan trjánum og settu ofaní stóran poka sem Heggnes bar(því Illiði var sannur karlmaður og þurfti því ekki að bera hann). Stóri, litlir, mjóir, breiðir, þungir, léttir, harðir og mjúkir, allir fóru þeir beinustu leið ofaní pokan góða meðan íbúa íbúðanna sváfu vært. Engann gat grunað hvað fór fram í stofunni undir vökulum augum engilsins sem sat fastu uppá trénu.
,,Ef þau verða ekki hissa, þá veit ég ekki hvað.” Sagði Heggnes meðan hún stakk pakka ofaní pokan. ,,Þetta er svoooo gaman.”
,,Jáh, gífurlega gaman.” Það mátti greina vott af áhugaleysi og eftirsjá í tón Illiða. Kannski var ekki það gáfurlegt að vera að stelpa pökkum frá saklausu fólki. En prestembættið vóg þyngra en gleðin í augun fólksins.

Þegar öllum pökkunum úr öllum íbúðunum(nema einni, íbúð systranna, en þau lögðu ekki inní hana vegna ótta við vélmenni eða lifandi líkþorn) voru komnir í pokan góða stauluðust þau út úr byggingunni og tóku stefnuna beint á Löduna góðu. Þegar þau sáu að pokinn(sem var á stærð við…*hvíslar*Þóru Karls…ussuss) passaði enganveginn í skottið ákváðu þau að setja hann ofan á þakið og binda hann bara fastann. Að sjá bílinn skrölta um götur bæjarinns á leið sinni útá flugvöll minnti óþægilega á lítnn strák með þungan hjálm á hausum, því hann ruggaði smá og vaggaði.

Þegar klukkan sló 3 um nóttina brunuðu þau í gegnum öryggishliðið á flugvellinu og stefndu beint að eins hreyfisl Sesnu vél sem Illiði, maður með mikla flugreynslu í Flight Simulator 2001, ætlaði að stýra. Þau voru fljót að ferma vélina, og innan skammst voru þau kominn á loft. Þau svifu í gegnum desembernóttina og í átt að sjó þegar Illiði rifjaðu upp þegar hann var yngri og mamma hans var að lesa fyrir hann jólasöguna “Þegar trölli stal jólunum”. Það small eitthvað inní Illiða sem varð til þess að hann tók krappa u-beygju og stefndi aftur í átt að bænum.
,,Hvað ertu eiginlega að gera.” Spurði Heggnes hissa
,,Eitthvað sem ég hefði átt að gera fyrir löngu síðan.”
,,Þú ert klikkaður.”
,,Ekki nærri því eins og þessi áætlun hjá okkur. Ég ætla að dreifa þessum gjöfum til réttmætrar eiganda í nótt.”

,,Já krakkar mínir.” Sagði gamli maðurinn við barnabörnin sem sátu og hlustuðu á hvert einasta orð. ,,Þessa nótt sáust tvær verur klæddar í litskrúðuga búninga laumast um bæinn til þess að dreifa út gjöfum. Sumir segja útaf hreinni góðmennsku en aðrir vilja meina að eitthvað dýpra hafði legið undir, en eitt er víst, og það er að allir pakkarnir skiluðu sér til réttmætra eiganda.”
,,Afi? Getur þú lesið fyrir okkur söguna “Jólasveinninn sem týndi sleðanum.” Spurði eitt barnabarnið.
,,Kannski um næstu jól engillinn minn.”

+++++

Já, þessi á víst heima í jólasögusamkeppninni