Hríðin skall á andliti Veru. Hún barðist áfram í gegnum veðrið, staðráðin í að komast heim. Hún vissi ekki hvað klukkan var, og vildi ekki bretta upp ermina á úlpunni til að skoða, það yrði of kalt. Hvernig í ósköpunum fór hún að því að villast?

*

Þegar hún fór út var klukkan að verða fjögur og hún var á leiðinni í sturtu. Mamma hennar var að klæða sig, pabbi hennar í baði og bæði systkini hennar, Arnór og Elísa, höfðu lokað sig inní herbergjunum sínum, örugglega að pakka inn jólagjöfum. Því kom það í hlut Veru að fara og kveikja ljósið í hesthúsinu, skipta um vatn og gefa. Veðrið var alveg brjálað, og rafmagnið var farið af fyrir klukkutíma. En ljósavélin kom sér vel núna, ekki í fyrsta skiptið.
Vera klæddi sig í útibuxur, úlpu, vettlinga, húfu og stígvél utan yfir náttfötin sem hún hafði verið í allann daginn og lagði af stað út í veðravítið.
Það voru aðeins um 200 metrar að hesthúsinu, en það yrði erfitt að finna það í hríðinni.
Hana hafði ekki grunað að snjóstormurinn væri svona kolsvartur og hún var orðin hrædd um að rata ekki í hesthúsið, samt hafði hún gengið þessa leið örugglega milljón sinnum, í allskonar veðrum.
En hún náði að ramba á húsið. Hestarnir voru örlítið órólegir, en róuðust um leið og þeir þekktu andlit Veru undan húfunni. Það var notalegt að loka óveðrið úti og leifa hlýjunni sem ríkti í húsinu verma kaldar kinnarnar. Hún tók af sér húfuna og hristi hárið uppúr hálsmálinu á úlpunni.
Hún þreifaði sig áfram að borði sem stóð upp við vegg í fjærri enda hesthússins. Þar fann hún lukt með kerti sem hún kveikti á.
Vera gekk að Rökkva, hestinum sínum og kyssti hann á flipann.
“Gleðileg jól, karlinn minn.”
Síðan gekk hún á röðina og klappaði öllum níu hestunum og óskaði þeim gleðilegra jóla.
Hún snéri frá básunum og gekk inní hliðarhrebergi sem kom í hlut hlöðu. Það klæjaði í kinnarnar þegar hún fyllti fangið af ilmandi heyinu og bar það fram að stíunum.
Hestarnir gáfu frá sér örlítið ánægju frýs þegar hún skammtaði hverjum og einum.
Því næst gekk hún úr skugga um að allir hestarnir hefðu nóg vatn.
Vera heyrði hvernig vindurinn lamdi húsið að utan og hlakkaði ekki til að fara út aftur.
En hjá því var ekki komist. Hún setti aftur á sig húfuna og vettlingana, kvaddi hestana og fór út. Hún saup hveljur þegar ísköld hríðin skall á andlitinu og togaði kragann á úlpunni lengra upp. Hún sá varla lengra en tvo metra útfrá sér, en tók stefnuna í þá átt sem hún hélt að húsið væri. Hún barðist áfram og öfundaði fjölskyldu sína á að sitja inni í hlýjunni.
Henni fannst hún vera búin að ganga í óratíma og var orðin dauðþreytt.
Allt í einu heyrði hún brak undir fótum sér, og svo riðaði hún til falls.
Vera rak upp óp sem hríðin feikti óðar í burtu þegar hún áttaði sig á að hún stóð úti á frosinni ánni, og ísinn var að brotna.
Hún stökk aftur fyrir sig og lenti á kafi í skafli. Sem betur fer var hún ekki komin langt útá ánna.
Þarna sat hún, ísköld, svöng og þreytt, ein á kafi í skafli á aðfangadagskvöld.
Hún fann hvernig heit tárin þrýstu sér fram í augun. Nei, hún ætlaði ekki að fara að gráta. Hún yrði að komast heim! Mamma og pabbi voru örugglega orðin áhyggjufull.
Hún spennti greipar og bað Guð í hljóði að hjálpa sér heim.
Vera stóð á fætur og rýndi útí sortann. Allt í einu fannst henni hún sjá ljós einhversstaðar beint frammundan. Síðan hvarf það aftur.
Hjartað sló örar í brjósti hennar. Hvað var þetta? Og þarna kom það aftur!
Allt í einu heyrði hún eitthvað, einsog mjúk rödd hvíslaði að henni.
“ Láttu ljósið leiða þig áfram…”
Hjarta Veru missti úr slag. Hún þekkti þessa rödd. En það gat ekki verið, það var ekki möguleiki… Amma hennar hafði dáið fyrir tveimur árum!
En voru jólin ekki tími Guðs og Jesús… og engla?
Hún fylltist nýrri von og brölti á fætur. Hún gekk í áttina að ljósinu. Það virtist alltaf vera innan seilingar, en samt nálgaðist það ekkert.
Svona gekk hún áfram í óratíma. Óð skaflana upp að maga og hárið sem gægðist undan húfunni var orðið frosið.
Minningar sem hún hafði ekki leift að koma uppá yfirborðið í langan tíma ruddu sér nú leið inní huga hennar.
Amma hennar hafði verð afar trúuð, og kennt Veru mátt bænarinnar. Þegar Vera var lítil dvaldi hún langtímum saman í sveitinni hjá ömmu sinni, þangað til hún lést fyrir tveimur árum í bílslysi. Amma hennar hafði sagt henni frá Guði og Jesús, og á meðan Vera gekk þarna í hríðinni bergmáluðu tvö vers sem amma hennar hafði oft farið með í huga hennar;
“Þó ég fari um dimman dal óttast ég eigi, því þú ert hjá mér.”
“Jesús sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.”
Og það gerði hún, hún fylgdi ljósinu.
Hún gat ekki lýst því hvernig ljós þetta var. Það var ekki einsog kertaljós, og líktist ekki heldur neinu rafmagnsljósi sem hún hafði séð. Mest líktist það sólarljósi, þjöppuðu saman í einn depil.
Vera var orðin örmagna af þreytu og hrædd um að eyða jólunum ein útí snjónum, þegar hún loksins sá það. Þarna var íbúðarhúsið, einsog stór klettur útúr hríðinni.
Hún leit í kringum sig, ljósið var horfið.
Vera hljóp að húsinu og þeytti upp hurðinni. Það var einsog hún þiðnaði öll þegar hún hom inn í hlýjuna, og sár stingur greip fingur hennar og tær.
“Vera?”, hrópaði mamma hennar, “ert þetta þú?”
Mamma Veru birtist efst í stiganum. Hún var í sparifötunum með svuntu um sig miðja og hélt á síma í hendinni. Áhyggju og hræðslusvipurinn þurrkaðist af andlitinu um leið og hún sá dóttur sína.
“Ó, Vera!” hrópaði mamma hennar og flaug niður stigann, “ Við vorum svo hrædd um þig, og síminn virkaði ekki og…” Mamma hennar talaði og talaði í algjörri geðshræringu á milli þess sem hún kyssti dóttur sína á kinnina og hélt henni frá sér, einsog til þess að ganga úr skugga um að hún væri alveg örugglega þarna.
Vera faðmaði mömmu sína, leit svo upp í loftið og hvíslaði,
“Takk.”

-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-

Jæja, þessi saga á sem sagt að fara í Jólasögusamkeppnina.
Vinsamlegast engin skítköst yfir hvað hún vísar mikið í kristna trú, hún kom bara þannig út ;)