Jólin mín Sælir. Ég ákvað að skella inn smá grein um jólin mín, þar sem mér finnst þetta vera frekar dautt áhugamál. Ég líka kominn í jólaskap (haha var að fara að skrifa jólafélagsskap:P), og er að hlusta á jólalög sem Jól.is eru að gefa frá sér. En ég er að spá í að fara að byrja þetta.

Á Þorláksmessu er venjan að slaka bara á, og njóta hangikjötsilmsins í húsinu. Svo fer maður stundum og kíkir í heimsókn til vinafólks pabba og mömmu, og dreifir stundum frá sér jólakortunum, stundum gerum við það á aðfangadag, stundum á Þorláksmessu. Svo tekur maður á móti jólagjafapokunum. Síðan má ekki gleyma að skreyta jólatréð! Maður borðar síðan hangikjötið góða, það er nú alltaf jafn gott.

Á aðfangadag vaknar maður snemma, og horfir á barnatímannn. Svo vakna pabbi og mamma, og við erum bara að dúdda okkur þar til um miðjan daginn, þá oftast svona frá 14-16 eða um það leyti. Þá byrjar maður að setja pakkana undir jólatréð. Svo horfir maður aðeins á sjónvarpið og svona, til svona 17 eða um það leyti, þá fer maður í sturtu, eða bað, það er alltaf notalegt að fara í bað á aðfangadag.
Svo fer maður í skyrtu og sparibuxur, og náttúrulega spariskóna góðu. Síðan þegar klukkan fer að slá 6, þá koma systir mín og kærastinn hennar til okkar, og með pakkana sína. Þetta eru þau búin að gera í þó nokkur ár, og nú lítill pjakkur kominn í fjölskylduna þeirra, er rétt 2 mánaða^^ algjört krútt. Það er vonandi að þau komi þessi jólin með litla. En svo ef við byrjum þar sem frá var horfið, slær klukkan 6 og allir knúsast og óska gleðilegra jóla. Næsta skref er síðan að borða hamborgarhrygginn, erum búin að vera með hann síðastliðin 2 eða 3 ár, hann er alltaf jafn góður. Svo er borðað, talað og hlegið, og melt matinn svona til hálf 8 eða svo. Þá er það möndlugrauturinn, sem ég var að borða fulla skál af í fyrsta skipti í fyrra;) Og það er ávallt pabbi sem sér um hana. Hann finnur alltaf eitthvað sniðugt, maður verður var við gestaþrautir, spil og þannig í möndlupakkanum. Svo er farið með nammi og kók og svona fram á stofuborð, og þá er næsta skref bara að opna pakkana, oftast er það ég sem bið um að fá að lesa á pakkana:D En þegar það er búið er bara farið að sofa, eftir skemmtilegan dag.

Á jóladag er matarboð, árlega. Þannig er það hjá okkur, að frænka mín og fjölskylda hennar, og amma búa í sama húsi. Amma er bara með svona litla íbúð sem maður fer inní í gegnum þvottahúsið. Og við skiptumst alltaf á að halda það hjá okkur, og hjá þeim. En við erum að spá í að byrja að hafa það þannig að ef kannski þau halda jólaboðið, þá koma þau til okkar og horfa á Áramótaskaupið og sprengja flugeldana og allt það. En það gerist ekki mikið meira á jóladeginum góða.

Á gamlársdag er bara verið heima, stundum farið til vina minna eða þeir koma til okkar, og maður sýnir gjafirnar og svona. Síðan þegar dagurinn er búinn, fer maður á brennu um kvöldið, fer aðeins heim og pabbi horfir á ÁRAMÓTAÁVARPIÐ sem er það leiðinlegasta sem til er. Farið er svo niðureftir til fólksins og horft á Skaupið og sprengt eins og maður getur. Það gerist ekki mikið meira á þessum degi, og er því jóladagskrá minni lokið.

-MongóApi.