Í dag lauk ég við að klára skókassa jólagjöfina sem að ég ætla að senda til Úkraínu. Allar upplýsingar eru um það á www.skokassar.net og ég skora á alla sem að eiga 3000 kall og tíma að skella sér í smá leiðangur og gera einn svona kassa. Það tekur ekki tíma og kostar í MESTA lagi 3000 kall. Þetta gefur heilmikið.
Eins og ég sagði áðan þá er jólaundirbúningurinn hafinn á mínu heimili. En þó einungis hjá mér. Ég er ekkert að láta bera á því. Þó svo að það séu ekki börn á mínu heimili þá er það samt sem áður oft þannig að börn eiga erfitt með að bíða og þau skinja ekki hvað tveir mánuðir er langt. Þannig að það er best að hald börnunum frá jólaundirbúningnum fram að aðventu. Það er allavega mín skoðun. Hvað með ykkur?
Vonandi gengur ykkur vel í jólaundirbúningnum.
Kveðja Kittý
smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.