Ég rakst á gamlann jóladisk fyrir stuttu og skrifaði þá þessa sögu..
Jólin höfðu alltaf verið erfið hjá Jóhanni og Maríu. Þau áttu svo litla peninga til að kaupa mat og gjafir handa börnunum.
En jólin höfðu samt alltaf verið gleðileg.
“Jóhann, Fékkstu kalkúninn, fékkstu hann?” Kallaði María þagar hún gekk inn í litla forstofuna til að taka á móti eiginmanni sínum.
“jaa..hann er ekki stór..” Byrjaði Jóhann en hætti þegar hann sá svipinn á börnunum sínum þremur.
“En mestu máli skiptir er hvernig hann bragðast” brosti hann og tók yngstu dóttur sína í fangið.
“Þú ert bestur pabbi..þetta er örugglega besti kalkúnninn í heiminum” sagði 12 ára gamall sonur þeirra.
Hann var elstur og vissi alltaf hvað hann átti að segja til að gleðja foreldra sína.
“Jæja krakkar..og Jóhann…drífið ykkur nú að klæða ykkur á meðan ég elda þennann stórkostlega kalkún” sagði María hljæandi og ýtti á eftir fjölskyldu sinni.
Fjölskyldan sast við litla matarborðið við falleg rauð kertaljós.
“Ástin vilt þú ekki skera?” sagði María brosandi við Jóhann.
“Auðvitað elskan” sagði hann og hóf óbeitta hnífinn á loft og byrjaði varlega að skera.
Hann skar jafnt handa öllum af litla kalkúninum þeirra og gaf öllum jafnt af grænmetinu, kartöflunum og ölinu.
“hvernig bragðast svo elskurnar” spurði María með eftirvæntingu.
“Ástin, hann er yndislegur” sagði Jóhann með bros á vör
“mamma vá, sá besti hingað til” sagði drengurinn þeirra..
“Þakka ykkur fyrir elskurnar”..
Eftir jólamat fjölskyldunnar gengu þau öll inn í stofu og litu á litla fallega jólatréð þeirra.
Öll horfðu þau friðsamlega á fallegt jólatréð.
Svo hófu þau að dansa í kringum það og syngja af öllu hjarta.
Á meðan skein sjálf jólastjarnan skært yfir húsi fjölskyldunnar.
Hún blessaði fjölskylduna með geislum sínum og gaf þeim gleði þrátt fyrir kulda og svengd.
Það er hægt að gleðjast þótt peningar séu litlir, það er hægt að gleðja aðra þótt gjafirnar séu aðeins litlar heimagerðar myndir eða jafnvel sokkar.
Jólin eru ekki um peninga, gjafir, eða matinn.
Jólin eru um að gleðjast og að gleðja aðra.
Þessvegna skulum við um næstu jól gera okkar besta til að gleðja aðra með ekki mest megnis peningum…
Og við skulum nota þessa peninga til annars en til fáránlegra gjafa.
Ekki viljum við eyða öðrum 500 milljónum eða hvað sem það var aftur í gjafir…
Takk fyrir mig ^^
Evanescence Forever!