Heima hjá mömmu og pabba er alltaf svolítil hefð í sambandi við jólamatinn og hefur alltaf verið rjómalöguð aspassúpa í forrétt a la mamma og hamborgarhryggur í matinn a la pabbi .. Sem er btw ógeðslega gott!! Það eru engin jól hjá mér nema að fá þetta að borða :)
Við erum 6 í fjölskyldunni en nú erum við öll systkinin flutt af heiman! En ég, kærastinn minn og bróðir minn ætlum að vera hjá mömmu og pabba um jólin núna svo þau verði ekki 2 ein greyin :) Hehe…
“Vandamálið” er að bæði mamma og pabbi eru að vinna til klukkan 20:00 á aðfangadagskvöld þannig ég og kærastinn minn ætlum að sjá um að elda jólamatinn svo hann verði tilbúinn klukkan 20:00!!!! :/ *glúpp*
Þótt ég hafi búið ein með kærastanum í rúm 2 ár þá hef ég ekki mikla reynslu af að elda svona tegund af mat… Ef þið vitið hvað ég á við?!
Mig kvíður soldið fyrir þessu því ef þetta klúðrast nú, verða þá engin jól eða?
“Hamborgaratilboð á línuna bara” !!!
Ég er svona að pæla að bjóða mömmu og pabba í lambalæri í vikunni svo ég geti æft mig aðeins! Hehehe….
Hvað mynduð þið gera í mínum sporum? Ég er sko ótrúlega stressuð! Hehehe