Á Þorláksmessu vakna ég seint og fer mjög líklega aðeins í tölvuna. (minn soldill tölvunörd :P) Svo fer ég í bað og ágætlega “cool” föt. Svo um kvöldið fer ég og familían í skötuveislu. (mmm….skata) Svo kem ég heim með allri fjölskyldunni og það er spjallað samann.
Á Aðfangadag vakna ég ennþá seinna en á Þorláksmessu (gott að sofa zzz…) og fer í sparífötin. (hey,hey…minn bara flottur :P)
Um sexleitið kveikjum við alltaf á sjónvarpinu til að horfa á niðurtalninguna í jólin. Svo borðum við. Það verður hamborgarahryggur í matinn. (WOOOHOOO eitt það besta sem ég fæ) eftir matinn er svo komið að því loksins að opna pakkana. Maður er ekkert með neinar súper væntingar um hvað maður fær…Örugglega bara föt.
Eftir það er bara chillað og ef ég fæ ekkern nýjan computerleik þá er nú farið í hann.
Á Jóladag er ekki mikið gert á mínu heimili. Kannski verður farið til aðra ættingja og spjallað samann þar. Svo er borðaður góður matur. (Eini maturinn sem ég veit ekki hvað verður…)
Á annann í jólum er byrjað að pakka því daginn eftir förum við austur á Fáskrúðsfjörð.
Vonandi hafið þið haft gamann af þessum lestri en svona verða jólin hjá mér. Það er bara eitt eftir að seigja og það er: GLEÐILEG JÓL.
Never trust a skinny cook!