Ekkert nema kaldranaleg þögn.
Hún hjúfrar sig upp í horn, heldur í púðann eins og hann væri það eina sem geturbjargað henni.
Þá rofnar þögnin.
Hann kemur inn. Hár og rengilegur, með svart hár sem farið er að grána. Hann var um fjörutíu ára gamall.
Um leið og hann steig inn gaf hún frá sér lítinn ekka. Hún vissi hvað myndi gerast. Það sama og gerðist alltaf.
Hann leit í kringum sig í herberginu. Hún var svo lítil að hún sást ekki mjög vel, falin á bak við púðann.
Hún herti takið. Hún varð að búa sig undir það sem koma skildi. Hún varð að yfirgefa líkamann andlega, öðruvísi gæti hún ekki lifað þetta af.
Þá sá hann hana. Hann gekk að henni og beygði sig niður fyrir framan hana. Hann tók púðann gætilega frá henni.
“Hvað er að, ástin?” spurði hann varfærnislega. Hún var farin að skjálfa. Hún sagði ekki neitt.
“Þú getur sagt pabba,” þrýsti hann á hana. Jökulblá augun skynu af ótta.
“Segðu pabba,” nú var röddin orðin krefjandi. Hún dró djúpt andann og ímyndaði sér að hún væri ekki þarna, að hún væri í öðrum heimi, hlaupandi með vængjuðum folöldum.
Þá sló hann hana. Litli líkaminn hentist til hliðar, lítið sár opnaðist rétt fyrir neðan kinnbeinið.
Hann stóð upp. Hann beið í smá stund eftir að hún segði eitthvað. Ekkert kom út.
Þá sparkaði hann í magann á henni. Það eina sem hún gerði var að kveinka sér smá. Hann varð ekki ánægður. Hann beygði sig aftur niður og tók um hálsinn á henni. Hann lyfti henni upp. Hann þrýsti henni upp að veggnum, hún var farin að blána.
Þá var eins og hún vaknaði af djúpum svefni. Augun þutu upp og litlar hendurnar gripu í hann. Hún opnaði og lokaði munninum, í örvæntingarfullri von um að fá súrefni.
Þá sleppti hann henni. Hún lyppaðist niður á gólfið, lítil tár runnu niður kinnar hennar. Hann sparkaði aftur í magann á henni. Svo sneri hann sér við og gekk út.
Um leið og dyrnar lokuðust tók hún aftur um púðann. Hún hélt um hann eins og hann væri það eina sem gæti bjargað henni. Hún átti erfitt með að anda. Hún vissi að hún ætti að fá sér að drekka, en hún gat ekki hætt á það að fara fram. Auk þess næði hún ekki upp í kranann. Hún var nú ekki nema fimm ára.
Hún neyddi sig til að standa upp. Hún fann ólýsanlegan sársauka um allan líkaman. En hún beit á jaxlinn og gekk hægt að glugganum. Það snjóaði.
Hún settist í gluggasætið, það var mýkt með púðum og böngsum.
Hún lagði hendina á frostrósina á glugganum.
Hún sat þannig lengi, önnur hendin á frostrósinni, augun starandi á snjóinn. Hún horfði líka löngunar augum á húsin í kring. Þau voru skreytt svo fallega. Allt glitraði. Hún horfði inn í stofuna á næsta húsi. Þar var jólatré.
Lítið tár rann niður kinnina á henni. Svo annað. Svo hundruð í viðbót.
En hún gaf ekki frá sér hljóð. Hún vissi að það myndi láta hann koma aftur upp.
Hún faðmaði púðann sinn þéttar að sér.
Hún sat þarna, alla nóttina. Starandi á húsin, á snjóinn. Hún fann jólin, þau voru í loftinu. Allt í kringum hana.
En þau snertu hana aldrei.
Þessi saga er fyrir jólasögukeppnina…og ég vil vera góð og þakka Mizzeeh fyrir titilinn =D
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*