Þegar að ég opnaði augun og var búin að hrista mig upp úr svefninum, þá fannst mér eitthvað breytt. Einhver stemmning var í loftinu.
Mér fannst eitthvað svo jólalegt! Ég stóð upp og fór fram í eldhús. Ég var að fá mér vatn þegar að ég lít upp og viti menn, það hafði snjóað!
Það snjóar enn og þótt að ég vilji helst ekki komast í jólagírinn í október, þá get ég ekki varist því!
Það er eitthvað jólalegt við það að vera í fríi og láta fara vel um sig meðan að snjónum kyngir niður.
Það er eitthvað við jólin og alla snemmninguna í kringum þau sem að lætur manni líða vel í hjartanu..
Mér finnst fátt betra en að kúra mig heima hjá mér í faðmi fjölskyldunnar, jafnvel drekkandi heitt kakó, og njóta þess að sjá fegurðina í snjónum!
–57 dagar í jólin
“A smile is the curve that sets everything straight.” -