Já, þá eru bara 68 dagar til jóla :) Ákvað að senda hérna inn grein, því ég er komin í jólafílingin og það er ekkert búið að senda hingað inn síðan í maí, enda kannske ekki mikið til að senda inn!
Jólinn er minn tími, ég elska jólin og hef alltaf gert :) Ég man alltaf þegar ég var lítil og á aðfangadagskvöld vaknaði ég alltaf eldsnemma útaf bara tilhlökkun settist á ruggustólinn inní stofu og horfði bara á jólatréð, góðr tímir það.. Svo var þessi friður oftast rofinn með því að Jólsveinarnir komu og bönguðu uppá, það tók mig oft langann tíma til að fara til dyra því ég var oft frekar hrædd við þá, annars var ég bara mjööög spennt, og núna í ár hef ég meira að segja tækifæri að leika einn sjálf ;)
Það kemur mér ekkert meira í jólaskap en þegar það snjóar og ég heyri uppáhaldsjólalagið mitt sem ég er að hlusta á núna “A fairytale of new york” ótrúlega flott lag :)
En já, ég ætlaði að fara eitthvað með þessa grein.. Ég ætlaði að skrifa um jólin heima hjá mér!
Auðvitað var maður alltaf kominn í jólaskap í desember, sjónvarpið byrjað að nauðga “jóla hjól!” og öðrum klassískjum jólalögum, snjórinn oft kominn, alltaf betra að hafa hvít jól finnst mér :) Og sérstaklega þegar fjölskyldan mín setur upp jólaljósin þá er maður á hápunktinum! Heima hjá mér er alltaf allt rautt, mamma elskar rautt og hún er svona hálfgerður húsbóndinn og rekur fjölskyldumeðlimina áfram með haðri hendi eða þá oftast karlmennina til að setja út jólakallana, snjókallana og jólakerlingarnar, rauðar jólaseríur o.fl Húsið mitt og garðurinn lýsir rauðu!
Við mægurnar og oft líka mágkonur mínar erum oftast fyrir innan að baka jólakökur og skreyta húsið, allt rautt auðvitað!
Það tíðkast líka heima hjá mér að skera laufabrauð, og á þorláksmessu er alltaf elduð skata heima hjá mér, svo auðvitað aðfangadagur í allri sinni dýrð :) Annan í jólum tíðkast samt að fara til hennar ömmu minnar og borða hangikjöt
Á aðfangadagsnótt fæ ég samt bestasvefninn á árinu, því þá er þetta akkúrat eins og ég vil hafa þetta… Jólaljós í glugganum, jólalag í útvarpinu og nýþvegin rúmföt á rúminu mínu… :)
Ekkert skemmtilegra en að renna þótt maður sé kannske orðinn svolítið gamall, en hey, mér er sama :) Jólalögin í útvarpinu og öll jólaljósinn og dimmt á næturnar! Ég elska Jólin!
En hérna kemur þó það sem ég var aðalega að pæla í, hvað er uppáhalds jólalagið þitt og hvort finnst þér betri rauð eða hvít jól ?
Hjá mér er það “A fairytale of new york” og mér finnst hvít jól alltaf jólalegri ;)
Maður er kannske svolítið snemma í ár?