Ég ætla næst að senda jólaljóð inn á korkana, en ætla að láta þetta verða (kanski) grein.
Jólanótt
Snjókornin falla hlóðlega
Niður á hvíta jörðina.
Það er frost
Og það er kalt
Jólanótt.
Þessi típíska jólanótt
Hún er jólaleg,
Svona stjörnubjart og fallegt
Það er allt gott á jólanótt,
Allt svo fallegt.
Þó fara sumir á jólanótt
Þeir fara að eilífu,
Langt í burtu,
Það er engin miskun
Þó að það sé jólanótt.
Jólatréð
Hvaða tilgangi þjóna jólatrén?
Þau eru bara þarna í nokkrar vikur,
Standa þarna þar til þau deyja,
Það hlýtur að vera leiðinlegt,
Að vera jólatré á jólunum.
Kertið
Kertið logar,
Tíminn líður,
Allt gerist,
Jólin koma,
Og líða hjá.
Samt áttu eftir að muna
Eftir því, þegar
Þessi jól voru,
Þessi jól voru þau bestu.
Á næsta ári gerist það sama.
Tíminn líður, kertið logar og allt gerist.